Crazy baby

Well. Maður er aðeins að ná andanum núna, loksins. Við erum búin að vera að koma okkur fyrir og svo héldum við upp á afmæli stelpnanna í gær og innflutninginn að sjálfsögðu líka. Hér komu á milli 50-60 manns og gamlan reiddi fram veitingar sem hún gerði alveg sjálf - ekkert smá stolt af sjálfri sér Wink Ótrúlega gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn og samgleðjast manni. Við erum líka svo ótrúlega ánægð að vera komin heim aftur, held að við getum ekki alveg lýst því með orðum InLove

Fyrsta staðlota í skólanum var í síðustu viku, allt komið á fullt þar. Fór svo í vinnuna í dag eftir vikufrí og grjónin mín höfðu öll saknað mín svo mikið - algjörar dúllur. Það er semsagt allt í blússandi hamingju og gleði þessa dagana en dagskráin frekar þétt - svona á þetta að vera Grin


Klukk

Sá að ég var klukkuð af henni Ylfu... best að verða við því Smile 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

- KFC
- Landsvirkjun einkaritari
- Leikskólinn Hulduheimar
- Kennslukona í Sunnulækjarskóla

Fjórir staðir sem ég hef búið á...

- 109 Reykjavík
- 107 Reykjavík
- 101 Reykjavík - Eggertz
- Selfoss city

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

- Með allt á hreinu
- Dirty dancing
- Pretty woman
- Ghost

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

- Desperate housewives
- House
- Biggest loser
- Lost

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

- Köben
- Benidorm
- Vestmann Islands

Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg

- www.hi.is
- www.visir.is
- www.mbl.is
- www.mentor.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns

- grafinn lax
- kjúklingur
- rækjur
- súkkulaði

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Tjahh, hef lesið allar 47 bækurnar af Ísfólkinu 12 sinnum, þannig að það hlýtur að duga Wink

Ég klukka svo... daddaramm....:

Önnu Heiði
Marilyn
Habbý
Önnu Siggu


Ég er komin heim!

Eftir 3 mánaða útlegð erum við komin heim aftur. Vá hvað það er ógeðslega næs. Léttist um 10 kg við það að skila af mér Tröllhólunum og búa loksins bara á einum stað. Djíííz.

Vinnan gengur vel og skólinn byrjar með feitri staðlotu á morgun. Nóg að gera hjá ofurkonunni mér Wink


Loksins loksins loksins

Það er að koma að þessu. Langþráð stund að renna upp. Hvað haldiði? Jú, ég er að fara að FLYTJA! Loksins! Á sunnudaginn ætlum við að yfirgefa Tröllakofann sem hefur hýst okkur í 3 mánuði og færa okkur heim í heiðar-rimann. Ætti sjálfsagt að vera byrjuð að pakka niður og svoleiðis... hmmm. Nú er ég orðin vinnandi kona og þarf að undirbúa kennslu morgundagsins ásamt uppvaski og nestissmyrjun fyrir litla barnið mitt, sem byrjaði í 3. bekk í dag - sjitt. Ég pakka bara á laugardaginn á meðan kallarnir setja upp hurðirnar. Ohh það verður ljúft að komast aftur heim.

Þetta sumar er búið að vera okkur ansi erfitt á mörgum sviðum. Hlutir sem hafa gert mann langþreyttan og pirraðan og jafnvel soldið magnvana. Nánast öll rútína varðandi börnin mín hefur riðlast að einhverju leyti í sumar, og þið sem þekkið mig vel vitið hvað ég er smámunasöm gagnvart því. Ég hef líka komist að miklu um sjálfa mig í sumar, s.s. hvar ég er sterk á velli og hvar ekki. Ef það eru ekki góð tímamót núna til breytinga, þeas. flutningar og ný vinna, þá veit ekki ekki hvenær sá tími kemur. Ég þarf nefnilega aðeins að taka til í sjálfri mér og koma betur fram við sjálfa mig. Umgangast hluti sem gera mér gott og fólk sem lætur mér líða vel. Held að þá fari þetta allt að koma.

Semsagt, flutningar framundan og örugglega soldið slitrótt netsamband... býst alveg við því.

Þangað til næst... góðar stundir Cool


Je ne sais pas...

Vá. Flókið system að vera kennari. Ótrúlegt hvað kennarar eiga að geta gert mikið, lært mikið og skipulagt mikið á ENGUM TÍMA! Sjitt sko. Er það samt ekki starf fyrir ofurkonu eins og mig? O sei sei, það held ég nú. Ég er geðveikt að fíla þetta. Raða upp borðum, skipuleggja starfið og allt þetta, súper spennandi sko.

Breytti útlitinu á síðunni, þetta er súperflott svona finnst mér.

Ég býð mig fram sem formann anti-aðdáendaklúbbs myndarinnar um Mömmu míu Cool


Mamma mía

Guð minn góður! Hef einungis einu sinni farið á hræðilegri mynd og það var í grunnskóla þegar ég lét plata mig á The Exorcist. Það var til þess að ég get engan veginn horft á "ljótar" myndir í dag. En þessi, Mamma mía, gmg! Þetta var algjörlega beyond kjánahrollur, þetta var ógeðshrollur! Látið ekki blekkjast - ekki fara á þessa mynd OJ OJ OJ OJ OJ OJ OJ OJ og oj Sick

Annars þá byrjaði ég í nýju vinnunni minni í dag og líst þrusuvel á. Ég er umsjónarkennari í 2. bekk og mun sjá um 18 sæta grísi í vetur, hlakka bara til! Svo byrjar skólinn minn 1. september. Nóg framundan.

Flutningar í heimahagann verða ekki til umræðu í bloggfærslu þessari Wink


Síðasti dagur sumarfrísins

Á morgun byrja ég að vinna.. daddara! Hlakka bara soldið til en jú, víst kvíði ég smá fyrir. Veit ekkert hvað ég er að fara útí... bleblúbla.

Síðasta degi sumarfrísins skal varið í (vonandi í síðasta skipti) málningar- og spartlvinnu. Tek mér smá pásu til að fara í andlitsbað hjá Guggu minni, smá dekur svona fyrst að sumarfríið er búið - kem alveg endurnærð í vinnuna á morgun. Hmm svo þarf ég að athuga hvort ég eigi einhver "kennaraföt" hehe ;)


Hildur Embla 3 ára

Litla nýfædda barnið mitt er orðið 3 ára! Ótrúlegt alveg. Set eina mynd af litla púkanum mínum, sem er að jafna sig af hlaupabólu.

Hildur Embla

 


O sei sei

Það er alveg hægt að fá flensu að sumri til. Asnalegt jú, en hægt. Reyndar má rekja upphaf þessarar flensu til kvefs sem ég fékk eftir brúðkaupið á laugardaginn. O sei sei, birnustaðabræður gleymdu að nefna það litla atriði við mig að veislan yrði haldin undir berum himni... og ekki var ég beint klædd í það...

Er núna semsagt með dúndrandi kvef lengst upp í haus, 39° hita, bakverk dauðans og almenn slapplegheit. Eftir að hafa horft á Ólympíusund í allan morgun og eingöngu fengið meiri höfuðverk út úr því ákvað ég að gera eitthvað gáfulegt. Ég fór því að vaska upp. Notaði sjóðandi heitt vatn auðvitað og viti menn, aðeins losnaði um helv... kvefið Wink Bakaði síðan muffins handa barnastóðinu.

Annars er það gleðilegt að eftir 4 daga hlaupabólu virðist yngri dóttir mín vera að lagast, bólurnar orðnar þurrar og litlar og því getur hún fagnað afmælisdeginum á morgun með krökkunum í leikskólanum.

Framkvæmdir við húsið mitt verða ekki til umræðu í þessari bloggfærslu... hehe Sideways


Nýja fína tölvan mín

Oh ég elska nýju tölvuna mína!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband