Crazy baby

Well. Maður er aðeins að ná andanum núna, loksins. Við erum búin að vera að koma okkur fyrir og svo héldum við upp á afmæli stelpnanna í gær og innflutninginn að sjálfsögðu líka. Hér komu á milli 50-60 manns og gamlan reiddi fram veitingar sem hún gerði alveg sjálf - ekkert smá stolt af sjálfri sér Wink Ótrúlega gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn og samgleðjast manni. Við erum líka svo ótrúlega ánægð að vera komin heim aftur, held að við getum ekki alveg lýst því með orðum InLove

Fyrsta staðlota í skólanum var í síðustu viku, allt komið á fullt þar. Fór svo í vinnuna í dag eftir vikufrí og grjónin mín höfðu öll saknað mín svo mikið - algjörar dúllur. Það er semsagt allt í blússandi hamingju og gleði þessa dagana en dagskráin frekar þétt - svona á þetta að vera Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég óska ykkur til hamingju með að vera komin heim. Þið getið líka verið mjög stolt af þeim ótrúlega dugnaði ykkar að koma húsinu aftur í stand og að sjálfsögðu fyrir veisluna sem var mjög skemmtileg.

Steinn Hafliðason, 15.9.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Tinnhildur

Og þú líka fyrir að setja saman kommóðuna  Takk Steinn minn.

Tinnhildur, 16.9.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband