Mamma mía

Guð minn góður! Hef einungis einu sinni farið á hræðilegri mynd og það var í grunnskóla þegar ég lét plata mig á The Exorcist. Það var til þess að ég get engan veginn horft á "ljótar" myndir í dag. En þessi, Mamma mía, gmg! Þetta var algjörlega beyond kjánahrollur, þetta var ógeðshrollur! Látið ekki blekkjast - ekki fara á þessa mynd OJ OJ OJ OJ OJ OJ OJ OJ og oj Sick

Annars þá byrjaði ég í nýju vinnunni minni í dag og líst þrusuvel á. Ég er umsjónarkennari í 2. bekk og mun sjá um 18 sæta grísi í vetur, hlakka bara til! Svo byrjar skólinn minn 1. september. Nóg framundan.

Flutningar í heimahagann verða ekki til umræðu í bloggfærslu þessari Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ég held að það sé ekki hægt að fara á dans og söngvamynd án þess að fá kjánahrollinn. Þú hlýtur að hafa geta sagt þér það sjálf að meryl streep og brosnan væru kjánaleg að syngja abba-lög ;)

Marilyn, 16.8.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Tinnhildur

Ég veit þetta með kjánahrollinn og var viðbúin honum. En þetta var ný tegund kjánahrolls. Meryl Streep er bara fínasta söngkona sko, það vantar ekki. Brosnan var hræðilegur, það var bara þannig. Ljósi punkturinn í myndinni var Julie Walters, hún var flott. En í heildina þá var þessi mynd algjört oj.

Tinnhildur, 16.8.2008 kl. 12:51

3 identicon

Verð að vera sammála henni Hrafnhildi.. Mér fannst þetta góð mynd og er meiri segja búin að fara 2 svar á hana í Bíó   Og ætla að kaupa mér hana þegar hún kemur út á DVD!! *fliss*

Reyndar fannst mér frekar kjánalegt (og það í bæði skiptin sem ég fór á hana í bíó) og alls ekki viðeigandi að hafa Bondinn í þessu hlutverki  Hann er og verður bara alltaf "dettu niður dauður kynþokki" en hann fór samt alveg með það að taka að sér þetta hlutverk....

Tinna, þú verður bara að fara aftur á þessa mynd í bíó og hunsa það þegar Brosnaninn syngur!!   Díll?? *fliss*

Anna Heiður 18.8.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Lilja Björnsdóttir

Þetta er ömurleg mynd.. Alveg hreint ógeð. :(

Allavegana er vika í að ég byrja í skólanum..

Lilja Björnsdóttir, 18.8.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Tinnhildur

Þið píur eruð bara að grínast. Eini sjénsinn Anna Heiður að ég fari á hana aftur er ef ég verð búin að fá mér veeeeel í aðra tánna sko!

Tinnhildur, 18.8.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband