Ætlar þetta engan endi að taka?

Ég var að rísa úr rekkju kl. 9:30 í morgun þegar feitur kippur hendir mér aftur í bólið! Í svefnrofunum hélt ég að þetta væri sign from God um að ég ætti bara að sofa áfram þannig að ég lagðist bara aftur. Tveim sekúndum síðar koma tvær risaflugur þjótandi upp í rúm til mín - öskrandi JARÐSKJÁLFTI! Fokk, ég snarvaknaði og áttaði mig á því að sennilegast væri best að fara á fætur bara...

Svo er ég búin að vera að fylgjast með á www.vedur.is eins og ég hef svo oft gert síðan sá stóri var og ég er ekki frá því að virknin sé eitthvað meiri í dag en oft áður. Vona samt að þetta verði ekki neitt meira. Maður er búinn að fá frekar mikið nóg af þessum hristingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú átt nú bara ekkert að vera að sofa svona lengi. Var þetta ekki bara vekjaraklukkan hjá þér að titra á náttborðinu?

Steinn Hafliðason, 17.7.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Tinnhildur

Hei sko. Vekjaraklukkan titraði kl. 6:15 til að vekja kallinn og ég sofnaði ekki fyrr en klst síðar. Þess vegna var ég svona sein á fætur

Tinnhildur, 17.7.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband