Færsluflokkur: Bloggar
20.6.2008 | 15:27
Bongóblíða
Á morgun ætlum við fjölskyldan að skella okkur á Akranes. Við ætlum að sjá guðsoninn minn keppa í fótbolta með KR. Eina skiptið sem ég mun halda með KR... Er á leið út að kaupa nesti og svo hefst samlokusmurningur, pizzugerð og fleira skemmtilegt. Þetta verður góð helgi enda bongóblíða úti og útlit fyrir slíkt næstu daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 22:41
Skemmdir
Langar að koma með smá sýnishorn af skemmdunum. Þessar myndir voru teknar í byrjun júní en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, eða réttara sagt mikið rusl komið í gáminn.
You do the math
Bloggar | Breytt 23.6.2008 kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2008 | 23:39
Life
Mikið er gott að vera komin aftur með netið. Maður er búinn að vera út úr heiminum algjörlega undanfarið og mér finnst ég hafa misst af geðveikt miklu, enda í tölvunni meira og minna allan daginn... hmmmm.
Ég er komin í veikindaleyfi frá vinnunni til að taka aðeins til í sjálfri mér. Mætti einn dag í vinnuna stuttu eftir skjálftann og maður lifandi, ég ætlaði ekki að ná að þrauka þessa fjóra tíma sem ég átti að vinna. Fór heim í kvíðakasti og dagarnir síðan hafa verið mjöööög misjafnir, svo ekki sé meira sagt. Læknirinn minn greindi mig með áfallastreituröskun (vissi það svosem) og sagði mér að taka mér tíma í þetta. Sem jú er ágætt þar sem maður hefur vægast sagt nóg fyrir stafni.
Engu að síður böggar mig rosalega mikið að sumt fólk getur ekki rætt neitt annað við mig en það hvað ég sé óheppin að vera heimilislaus, hvernig hefur flækingurinn það (s.s. ég), ohh þetta er svo hræðilegt fyrir ykkur (really?) og allt það, sem sagt: stanslaus vorkunn. Mér finnst þetta samt frekar niðurlægjandi svo ekki sé meira sagt. Maður er að reyna sitt besta til að halda haus og líta á þetta sem verkefni í staðinn fyrir að leggjast í eitthvað fokkings volæði yfir óheppninni. Daginn eftir skjálftann kom fréttakona frá Stöð 2 til að taka við mig viðtal í húsinu. Eftir á að hyggja vildi ég óska að ég hefði ekki leyft henni að koma, þar sem þarna opnaðist flóðgátt og fjölmiðlarnir velflestir búnir að hafa samband. Ég hef hins vegar neitað öllum þar sem ég hef ekkert merkilegt að segja og hvað er þetta að gera annað fyrir mann nema fá meiri vorkunn - nei takk.
Æj ég er svo skrítin. Auðvitað er fólk að reyna að sýna manni samstöðu og svoleiðis en mér finnst að það megi bara gerast öðruvísi. Það væri gaman að fá þetta fólk í heimsókn og tala um eitthvað allt annað. Eða fá þetta fólk upp í Álftarima og bjóða því að spreyta sig á kúbeininu Ég hljóma kannski rosalega vanþakklát, það er ég hins vegar ekki og þakka mikið fyrir stuðninginn. Nú er hins vegar mál að linni með vorkunnsemina. Hún er ekki að gera okkur neitt gagn núna. Við erum komin í fínt húsnæði og reynum eins og við getum að lifa eins eðlilegu lífi og við getum.
Kannski set ég bráðum myndir af því sem við höfum rekist á í niðurrifinu á húsinu okkar, það er very interesting svo ekki sé meira sagt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 11:28
Komin með netið - loksins
Ekki "nema" 8 dagar síðan ég hringdi í þjónustuver Símans og bað um flutning á númerinu, netinu og því. Ekki nema 5 dagar síðan það varð ljóst að um innanhússvandamál væri að ræða og að þörf væri á viðgerðarmanni. Sá maður kom í morgun og var sveittur í 45 mínútur með stórtækar vinnuvélar (eða allt að því) við að tengja inn nýja línu svo ég gæti fengið mitt heittelskaða net.
And here I am
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 14:26
Nýtt heimili
Við fjölskyldan erum komin með fasta búsetu þangað til húsið okkar verður tilbúið, sveitarfélagið reddaði okkur húsi. Frábært fólk og frábær þjónusta hér á ferð. Léttir manni ansi mikið lífið.
Annars erum við svona að jafna okkur á þessu. Við Arndís þáðum áfallahjálp á föstudaginn en Embla semur bara jarðskjálftasögur og jafnar sig soldið þannig, enda skilur þetta varla. Við erum óðum að koma okkur fyrir í "nýja" húsinu og lífið fer svona að fara í gang aftur. Finnur fór að vinna í morgun og ég ætla að fara á morgun. Fór í Rvk í dag til að reyna að fá dýnu í barnarúmið hennar Emblu en stærðin fannst á heimleiðinni. Finnur reddar því fyrir mig. En sumsé, allt ágætt þannig séð að frétta. Við bíðum eftir að Viðlagasjóður kíki í heimsókn og svo hefst niðurrifspartýið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 20:53
Húsið mitt ónýtt
Heitavatninntakið fór í sundur og heitt vatn flæddi um allt. Gólf og veggir ónýtt, allt ónýtt. Ég er komin í tímabundið skjól með börnin og manninn minn, hann er að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Við erum öll heil en afar sjokkeruð.
Skelfingarástand á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.5.2008 | 16:46
Kostir og gallar þess að blogga
Efni í laaaangan pistil! En svona til að stikla á stóru þá finnst mér helsti kosturinn vera málfrelsið. Um leið er það einn versti gallinn við það. Með því að blogga á netinu er maður svolítið að opna inn til sín sem býður þar með upp á það að hver sem er kíki í heimsókn. Þetta finnst mér frekar erfið tilhugsun, sérstaklega þar sem mér finnst einmitt svo frábært að rasa út í gegnum pikkið ef sá gállinn er á mér. Ég ætla að íhuga það vel hvort ég haldi áfram að blogga. Þó svo að síðan sé læst þá er það bara þannig að lykilorðin fara alltaf á flakk, það er bara þannig og ekkert við því að gera. En það er kannski ágætis hugmynd að fá sér nafnlaust blogg og láta engan vita af því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 22:14
Lok lok og læs
Eins og sjá má er ég búin að læsa blogginu mínu, til prufu allavega. Lykilorðið er það sama og hjá jólatrénu henni Ingu syss -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 14:43
Núna neeiii, núnanúnanúnanúnanúna neeeeeiiiiii eeeeeiii...
Þetta friggin stef úr laginu frá Serbíu er svoleiðis að gera mig geðveika! Er með það svo feitt á heilanum að mig langar frekar að hafa Bahama á heilanum í viku.
Segi annars allt gott. Heimilið er komið í ágætis stand, tók mig aðeins í gegn í gær og dreif í því að ganga frá þessu háaloftsdrasli. Næsta mál á dagskrá er að setja upp nýja prentarann minn Ég þarf reyndar að fara aftur í bæinn fljótlega. Vantar ákveðnar IKEA körfur í herbergi stelpnanna, tvær hillur og svo þarf ég að fara með fartölvuna mína í yfirhalningu, réttara sagt þá þarf að athuga hvort henni sé viðbjargandi. Það væri nú gott og gaman ef það væri hægt.
En smá auglýsing í lokin: Vitiði um einhvern sem er klár að búa til e-s konar gamanmál? Þá er ég að meina ef maður sendir honum ákveðna punkta um slatta af fólki og biður hann um að búa til eitthvað fyndið úr því, t.d. söngtexta, brandara, sögu eða eitthvað fyndið. Mig vantar svoleiðis náunga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 00:46
Bjóðum fleirum í klíkuna okkar!
Norðurlöndin eru náttúrlega algjör klíka, ekki hægt að neita því. En við þurfum bara að ná okkur í fleiri klíkmembers, það er á hreinu. Austantjaldsklíkan er alltof stór. Finnum okkur fleiri vini sem vilja koma í Norðurlandaklíkuna, yeah baby
Íslendingar velja norrænt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)