Færsluflokkur: Bloggar
16.7.2008 | 22:15
Æj mig langaði í myndablogg...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 11:58
18 dagar í flutninga...
...og allt að verða kreiiiisííí nei djók. Ég sé samt fram á að barnaherbergið verði tilbúið um helgina. Reyndar varð smá setback þar, því við urðum að rífa einn tilbúinn vegg niður vegna þess að verktakarnir höfðu snúið rafmagnsdósunum vitlaust smá misskilningur í gangi þar. En hann ætti að komast upp í kvöld, sökkullinn fyrir fataskápana er kominn, sem og sólbekkurinn. Ég ætla að parketleggja þar um helgina ef ég fæ sög. Svo kemur rafvirkinn vonandi í kvöld til að setja ljósin í sturtuna, þá er hægt að loka síðasta veggnum og fara að byrja að flísaleggja inn á baði... þetta fer allt að smella.
Stelpurnar mínar eru reyndar orðnar hundleiðar á þessum framkvæmdum, því óhjákvæmilega þurfa þær að koma með yfir í hús og "hanga" þar meðan við vinnum. Þær eru reyndar búnar að vera ótrúlega góðar þarna og byggja ýmislegt sniðugt. Arndís smíðaði til að mynda Húsasmiðjubíl og byggði Húsasmiðjuverslun! Verð eiginlega að taka myndir af þessu - algjör snilld. Svo er hún að föndra alls konar vörur í búðina bara fyndið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2008 | 22:01
Gott plan
Eftir þrjár vikur verður húsið mitt að vera tilbúið.
Eftir þrjár vikur plús tvo daga ætla ég að flytja.
Eftir þrjár vikur plús þrjá, fjóra daga ætla ég að skila Tröllhólunum - spikk & span.
Eftir mánuð verður yngri dóttir mín 3 ára (þessi nýfædda).
Eftir mánuð held ég upp á afmæli beggja dætra minna.
Eftir mánuð og tvo daga byrja ég í nýrri vinnu.
Eftir mánuð plús hálfan byrja ég í skólanum aftur.
Talandi um að hafa ekkert að gera.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2008 | 11:20
Litla systir 25 ára
Litla systir mín, hún Inga Dóra, er 25 ára í dag. Til heiðurs henni ætla ég að smella nokkrum gömlum myndum af okkur systrum hér á netið. Held hún verði bara ánægð með það hehe
Til hamingju með afmælið Inga mín, vona að þú sért búin að fyrirgefa mér það að hafa ekki beðið í einn dag með það að fæða Arndísi mína hehe.
Flottar systur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 12:08
8 ára prinsessa
Stóra skvísan mín, hún Arndís María, er 8 ára í dag. 8 ár síðan þetta yndi leit dagsins ljós í fyrsta skipti. Núna er hún á hraðleið í gegnum lífið, bráðum unglingur og svo fullorðin. Shit þetta líður hratt - og ég sem er rétt nýskriðin yfir tvítugt... skil þetta bara ekki.
Ein mynd af afmælispíunni á Ástríksleik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2008 | 20:24
Kítti - sparsl - grunnur
Svaka stuð í Álftarimanum í dag! Fór hamförum í kíttinu og grunninum.
Bongóblíða í Tröllhólunum - grillveisla, fótbolti og krossgáta. Does life get any better
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 17:04
Barnaland er snilld!
Er búin að mubla upp tilvonandi stofuna mína síðustu 3 daga í gegnum barnaland! Snilldin eina! Búin að kaupa geggjaðan sjónvarpsskáp úr Unika, leðurhornsófa með tungu og Lazyboystól á 100 þús kall! Bara grín sko.
Í gær byrjaði ég líka að pússa upp eldhússtólana og kláraði einn. Prófaði svo að bæsa hann en það kom ekki nógu vel út með pensli þannig að ég ætla að prófa annað. Svo verða þeir lakkaðir og ógeðslega flottir þegar ég verð búin
Annars er ég komin í sumarfrí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2008 | 21:19
Update
Mér gengur rosavel í vinnunni, er farin að sofa betur þannig að þetta helst allt skemmtilega í hendur. Húsbyggingin gengur nefnilega svo þrusuvel, á morgun get ég farið að grunna svefnherbergið mitt, viljiði pæla? Þeir byrjuðu í gær takk fyrir pakkann! Ekkert smá snöggir að þessu.
Við Finnur fórum í dag að velja okkur flísar, parket, blöndunartæki, borðplötur, sólbekki og ég veit ekki hvað og hvað. Pínu yfirþyrmandi að vera að kaupa ALLT í húsið sitt á sama tíma... æh ekki nógu mikill tími til að skoða og pæla... Ég er öll í húsgagnadeildinni nefnilega. Er búin að festa mér geggjaðan sjónvarpsskáp og vonandi sófa líka, mí lækin ðett
En já, allt gott að frétta og allt að gerast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2008 | 21:28
Plan B
Það lítur út fyrir að húsið okkar verði ekki metið eins "vel" og við hefðum viljað. En þar sem við erum með Plan B þá gengur það alveg upp. Við fáum okkar heittelskuðu verktaka á mánudaginn kl. 7:30 og þeir segjast geta gert húsið tilbúið til málunar á 2 vikum! Hallelújah! Þá þarf bara að mála allt pleisið, leggja parket og flísar, setja upp innréttingar, græja nýja sturtu og bað, flikka upp á baðinnréttinguna... já ok, kannski soldið mikið, en við ætlum að vera flutt aftur heim um miðjan ágúst - helst fyrr Svo ef þú/þið eruð eitthvað á lausu um miðjan júlí þá er málunarpartý hjá okkur og allir velkomnir
Ég komst annars ágætlega í gegnum þessa fyrstu vinnuviku mína eftir skjálftann. Reyndar strax á nótt þrjú fór ég að sofa illa aftur, sem þýddi það að ég fór ekki í vinnu á fimmtudaginn en þetta kemur bara allt saman með kalda vatninu, ikke? Stefnan er að massa næstu viku 100% og fara svo sátt í sumarfrí það væri svo lovely...
Það er bara voða kósí hjá mér í Tröllhólunum núna. Börnin sofnuð um níuleytið eftir grjónagraut og góða sturtu og ég bara ein hérna í tölvunni. Búin að þrífa, þvo og brjóta saman þvott. Voða dugleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 18:35
Sól sól skín á mig
Já Habbý, Akranes var sko æði! Þvílík bongóblíða
Veðrið hér á Selló svíkur mann sko ekki heldur. Eftir vinnu í dag fór ég með Emblu og Finni í Álftarimann, Finnur fór að rífa veggi og ég að bera á pallinn minn. Ekki tókst mér nú að klára hann allan en ég er komin helv... langt. Enda er kvikindið ca 30 fm og ég bakveik kelling. Við erum að spá hvort við getum fengið okkur verktaka í framkvæmdirnar, við vitum í raun ekkert hvað skemmdirnar á húsinu voru metnar hátt ennþá svo þetta er í svolítilli biðstöðu. En við fengum samt verktaka í heimsókn í dag og þeir geta byrjað í næstu viku - ef allt gengur eftir - í næstu viku! Það þýðir að ég næ að flytja í húsið mitt aftur í ágúst mikið væri það gaman *krossaputta*
Að öðru þá er ég byrjuð að vinna aftur. Er farin að sofa þokkalega og því lítið til fyrirstöðu en að drífa sig aftur á leikvöllinn. Enda eru þetta síðustu 2 vikurnar mínar í þessari frábæru vinnu, því sumarfrí hefst þann 7. júlí og þá er ég hætt. Þann 15. ágúst byrja ég svo á nýjum vinnustað. Ég verð umsjónarkennari í Sunnulækjarskóla næsta vetur, annaðhvort í 1. eða 2. bekk. Ég hlakka mikið til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)