Færsluflokkur: Bloggar

Dammdammdaraaaa

Ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn. Af því tilefni fór ég í dag og keypti mér kjól. Fjólubláan marengs brúðarmeyjukjól. Af hverju? Jú, einmitt af því að ég ætla að vera brúðarmey. Brúðhjónin vita reyndar ekki af því, en what the hey?!?! Totally flott brúðargjöf sko.......

Nei grín. Keypti mér samt kjól í dag fyrir brúðkaupið. Fór í málningargallanum í fatabúð að máta, geðveik trukkalessa. Ég er einmitt þvílík trukkalessa þessa dagana þar sem ég er með "vöru"bílinn hans Óla mágs í láni til að sækja vörur og fara með rusl. Fíla mig svo vel að ég er að spá í að taka meiraprófið bara fljótlega. Samt ekki.

Núna eru einungis 8 dagar þar til ég byrja í nýju vinnunni minni. Hlakka geðveikt til. Hlakka ekki jafn mikið til að byrja í skólanum þar sem sameining HÍ og KHÍ er að bögga mig geðveikt varðandi tæknilegu hliðina. Af hverju í andsk... þarf ég nýtt email, nýjan aðgang að Uglunni og nýjan aðgang að WebCT?!?!?! Gadddemittt!!!! Nógu erfitt er að muna þetta! Þegar ég var í ferðamálafræðinni í HÍ var ég með emailið tob att hi.is. Ég gat auðvitað ekki fengið það aftur. Núna er ég með tob2 att hi.is......... Pínu poinless og asnalegt. Smámunasemin og þráhyggjan í mér meikar ekki svona asnalega email addressu þegar betri samsetningin tilheyrði mér fyrir einungis 3 árum síðan...

Æj ég er bara farin að röfla hérna um ekkert merkilegt.... syfjan og svefngalsinn greinilega búin að ná tökum á mér, ætla að skríða upp í sófa og ná smá kríu...


Æj ég veit ekkert hvenær ég flyt...

...það er samt allt í lagi. Að sjálfsögðu munum við gera okkar allra besta til að klára sem mest um helgina en það mun samt ekki takast að klára allt. Ég yrði allavega rosalega glöð ef ég gæti flutt næstu helgi, en ætla ekki að gera mér vonir um það samt. Þessu seinkar alltaf eitthvað.


Veik mús

Stundum tekur lífið bara völdin af manni, ekkert að því. Litla músin mín er veik í maganum og er því heima með mömmu sinni í dag. Þó ég flytji kannski ekkert fyrr en helgina eftir versló þá er það bara allt í lagi. Það hefst allt saman. Við ætlum að baka möffins og brauðbollur á eftir og hafa það kósí. Ætla svo að reyna að stelast á eftir þegar Fríða syss er búin að vinna og flísagrunna gólfið inni á baði. Þá verður klárað að flísaleggja gólfið þar í kvöld.

Skattmann var í fyrsta skipti leiðinlegur við mig í gær. Í fyrsta skipti ever þurfti ég að borga, reyndar bara lítið þannig séð, enginn skattakóngur hér á ferð hehe Cool


Ég ætla að flytja eftir viku!

Ég er að segja ykkur það!

Þið eruð væntanlega komin með æluna upp í háls af því að lesa þetta framkvæmdablogg mitt, en þar sem líf mitt er eingöngu framkvæmdirnar þessa dagana, þá hef ég ekkert annað að segja.

Ég er hálfnuð með að mála stofuna, setti steingráan á einn vegg og kemur bara vel út. Finnur og Ninnó eru að flísaleggja baðherbergið, bara flott. Á morgun ætla ég að parketleggja eldhúsið þegar ég er búin að mála stofuna og þá er bara parketlögn á aðalrýminu eftir. Þetta mallast vel og mestallt verður klárað um helgina. Mikið hlakka ég til að flytja aftur heim Smile


Spaði spaði - sperrtur út á hlaði

Jú sælir elsku sætu lesendur!

Óhappastjarnan sem hefur verið staðsett fyrir ofan húsið mitt í Álftarimanum, ákvað að færa sig pínulítið. Við fengum frábæran píparastrák sem er nú þegar búinn að setja upp 4 ofna af 6, á morgun ætlar hann að tengja baðkarið og setja upp 1 ofn. Svo bíður sá síðasti þar til í lok vikunnar.

Vegna þessa gátum við byrjað að parketleggja svefnherbergin í dag - jess! Veggnum var líka lokað, þessum sem var með nýja lekanum. Lekinn var lagaður, allt þurrkað og blásið og svo bara lok og mála. Okkur vantaði reyndar plötu í vegginn og Timbursalan lokuð á sunnudögum... EN ég blikkaði einn gaurinn í Húsasmiðjunni svo fallega (ég þekki hann btw ekki neitt) að hann opnaði skemmuna fyrir Finni sem svo fann þessa fínu flottu veggplötu Wink

Það hefur semsagt allt gengið að óskum í dag. Stelpurnar eru mjög mikið í pössun en þeim finnst það æði núna, þar sem Vala frænka þeirra hefur bara fengið þær lánaðar í sveitina. Embla ætlar m.a.s. að fá frí í leikskólanum á morgun til að geta farið til Völu á trampolínið Cool Ekki amalegt að eiga góða að!


Sko...

Í gær bloggaði ég í mjög miklu uppnámi. Ég fékk pípulagningarmeistara í heimsókn til að tengja ofnana fyrir mig og hann sjokkeraði mig til helvítis. Pípararnir á vegum verktakans gengu ekki nógu vel frá pípunum í einum veggnum þannig að það var kominn ENN EINN FOKKINGS vatnslekinn í þetta blessaða hús! Við semsagt, þurftum að brjóta glænýmálaðan vegg niður í gær Angry Ekki veit ég hvenær hann fer upp aftur.

En ekki nóg með það. Smíðasnillingarnir hjá verktakanum gleymdu að merkja fyrir ofnafestingunum áður en veggnum var lokað þannig að það er engin leið að setja gömlu ofnana upp. Því þurfti ég að fara í morgun og leita tilboða í nýtt ofnasett á allt húsið... Pinch Og ekki nóg með það, niðurfallið í sturtunni er á VITLAUSUM STAÐ! Takk elsku kæri verktaki, það er ekki hægt að laga það.

Og svona til að toppa "heppni" mína þá fór ég í dag til að sækja afganginn af parketinu og flísarnar á baðið. Já parketið kemur ekki fyrr en á morgun og grey stelpan sem tók niður pöntunina hjá mér pantaði BLEIKYRJÓTTAR BÍLSKÚRSFLÍSAR á baðherbergið mitt! Grín? Nei án gríns. Þegar ég svo var búin að sannfæra Húsasmiðjukallana um að ég ætlaði EKKI að fá þessar flísar á gólfið hjá mér og sýna þeim hvaða flísar ég ætlaði að fá þá voru þær að sjálfsögðu EKKI TIL! Ég meina það. Og í rauninni ekkert til sem gæti komið í staðinn.

Hurðunum seinkar líka, þær koma ekki fyrr en eftir að við erum flutt inn Errm

Þannig að ég rauk bara í Bíkó, fann miklu flottari flísar og þær voru barasta til á staðnum og eru núna í skottinu á bílnum mínum veeeeeiiiii! Semsagt, þetta var það eina sem gekk hjá mér í dag.

Ef að vatnsklúðrið er ekki þeim mun tímafrekara þá er stefnan að flytja viku síðar en planið var...


Miður mín

Við erum að tala um það að ég er ekki að fara að flytja um versló.

Verktakarnir eru búnir að klúðra húsinu mínu................. ég veit ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður Crying


O jæja

12 dagar í flutninga og svona la la framgangur í Álftarimanum. Verst bara hvað við hjónin kunnum lítið fyrir okkur í steypu, smíðum, ofnamálum og flísalagningu Crying Við erum geggjað fær í málningarvinnu og parketlagningu en það er bara ekki alveg nóg. T.d. parketlögn tefst um heilan dag sökum þess að við kunnum ekki að setja upp og tengja ofninn í barnaherberginu... oh vesen.

Á morgun þarf ég að fara og velja mér nýtt parket og nýjar flísar á baðið. Parketið sem ég var búin að velja á stofuna var selt til Vestmannaeyja Pinch og flísarnar sem ég var búin að velja á baðið eru ekki til...! Gaman eða þannig.

Ég gerði annars ágætis ferð til Reykjavíkur í gær. Gisti með stelpurnar hjá Ingu syss og notaði tækifærið og verslaði frá mér allt vit. Keypti geggjaða eikarkommóðu í forstofuna, ryksugu, hillur í IKEA, pollagalla, og svo dót og meira dót handa börnunum mínum. Keypti líka síma handa eiginmanninum, að beiðni hans ódýrasta og ömurlegasta símann í búðinni. Nema hvað að þessi ömurlegi sími er FLOTTARI EN MINN! Vonandi vill hann skipta við mig... Wink

Jæja, best að fara að elda kjötbollur bara...


Vesen pesen

Ógeðisvesen, bara pirruð í dag Alien

Mig vantar ákveðin verkfæri, ákveðna hluti og ákveðna aðstoð en EKKERT gengur hjá mér í dag Pinch

Það eina góða við þennan dag er sú staðreynd að ég á ískaldan bjór í ísskápnum...


Ætlar þetta engan endi að taka?

Ég var að rísa úr rekkju kl. 9:30 í morgun þegar feitur kippur hendir mér aftur í bólið! Í svefnrofunum hélt ég að þetta væri sign from God um að ég ætti bara að sofa áfram þannig að ég lagðist bara aftur. Tveim sekúndum síðar koma tvær risaflugur þjótandi upp í rúm til mín - öskrandi JARÐSKJÁLFTI! Fokk, ég snarvaknaði og áttaði mig á því að sennilegast væri best að fara á fætur bara...

Svo er ég búin að vera að fylgjast með á www.vedur.is eins og ég hef svo oft gert síðan sá stóri var og ég er ekki frá því að virknin sé eitthvað meiri í dag en oft áður. Vona samt að þetta verði ekki neitt meira. Maður er búinn að fá frekar mikið nóg af þessum hristingi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband