Húsið mitt ónýtt

Heitavatninntakið fór í sundur og heitt vatn flæddi um allt. Gólf og veggir ónýtt, allt ónýtt. Ég er komin í tímabundið skjól með börnin og manninn minn, hann er að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Við erum öll heil en afar sjokkeruð.


mbl.is Skelfingarástand á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég frétti af vandræðum ykkar. Sendi ykkur samúðarkveðju og ósk um gott gengi í því að endurreisa heimilið.

Steinn Hafliðason, 29.5.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Samúðarkveðjur til ykkar. Svona nokkuð hlýtur að vera afar mikið áfall. Gleðilegt samt að allir sluppu heilir í fjölskyldunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.5.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Marilyn

Gangi ykkur vel elskan - þetta eru hrikalegar skemmdir sem hafa orðið í þessum skjálftum. Gott að vita að þið eruð öll heil á húfi.

Marilyn, 29.5.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: ......................

Samúðarkveðjur elsku Tinna og fjölskylda. Húisð okkar er illa farið, sprungur hér og þar og allt í maski en sem betur fer ekki eins slæmt og hjá ykkur. Hræðilegt að heyra.

Hafið þið nýtt ykkur áfallahjálpina?  ég fór í oföndun þangað í gær og fékk aðstoð og hef verið á Hótel Mömmu síðan. Þori ekki heim í bráð.

......................, 31.5.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband