Kostir og gallar þess að blogga

Efni í laaaangan pistil! En svona til að stikla á stóru þá finnst mér helsti kosturinn vera málfrelsið. Um leið er það einn versti gallinn við það. Með því að blogga á netinu er maður svolítið að opna inn til sín sem býður þar með upp á það að hver sem er kíki í heimsókn. Þetta finnst mér frekar erfið tilhugsun, sérstaklega þar sem mér finnst einmitt svo frábært að rasa út í gegnum pikkið ef sá gállinn er á mér. Ég ætla að íhuga það vel hvort ég haldi áfram að blogga. Þó svo að síðan sé læst þá er það bara þannig að lykilorðin fara alltaf á flakk, það er bara þannig og ekkert við því að gera. En það er kannski ágætis hugmynd að fá sér nafnlaust blogg og láta engan vita af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Betra að velja bara bloggvinina vel og þá geturu breytt um leyniorð oft og mörgum sinnum ef það hentar ;)

Marilyn, 29.5.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband