22.5.2008 | 19:49
Þvílíkt og annað eins!
Ég er búin að vera að fylgjast með æfingum Eurobandsins á youtube en átti samt ekki von á þessari snilld, VÁ hvað þau voru flott! Innlifunin og hjartað á réttum stað, þetta var algjörlega frábært. Ég er svooo stolt af því að vera Íslendingur núna, hvort sem við komumst áfram eða ekki. Þau gerðu sitt allra besta.
Engu að síður er munurinn á þessum riðlum algjört grín. Þriðjudagurinn var 2. deildin og kvöldið í kvöld úrvalsdeildin. Ohh þetta er óþolandi spenna! Ætla að halda áfram að horfa...
Örlögin í höndum Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hehe ertu svona íslenskt?
Fríða Einarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:48
Vá, sammála þér. Geðveikt að vera íslendingur eftir svona geggjaða frammistöðu Eurobandsins.
Nú er bara að dressa sig upp í íslenska þjóðbúininginn, setja á sig skinnskóna og skotthúfuna, mála fánalitina á andlitið og flagga í heila á laugardaginn, því við eigum sko mikinn sjens......
góða skemtun á 3. í eurovision
Anna
Anna 23.5.2008 kl. 12:59
Fríða, já ég er íslenskt já takk út í gegn!
Anna, ég veit ekki með átfittið en sömuleiðis góða skemmtun á morgun!
Tinnhildur, 23.5.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.