Færsluflokkur: Bloggar

Brúða og badminton

Undanfarna daga hef ég verið að föndra brúðu. Hluti af verkefni í einu námskeiðinu sem ég er í. Er búin að blóta þessari helvítis brúðu í sand og ösku margsinnis en í gærkvöldi kom loksins mynd á hana og hún varð reddí. Ég var að horfa á America's Next Top Model þegar ég gat loksins klambrað á hana andliti og svo kom restin yfir Lipstick Jungle.

Hráefnið sem notað var í þessa brúðu var eftirfarandi: klósettpappírsrúlla, eldhúspappír, bómullargarn, tvennskonar ullargarn, silkiborði, pípuhreinsarar, tvær bláar perlur, saumavélatvinni, efnisbútur og svo að lokum blómið framan af páskaegginu mínu. Þið getið s.s. alveg ímyndað ykkur hvað þessi "dúkka" er glötuð en, ótrúlegt en satt, eldri dóttir mín er yfir sig hrifin. Sú yngri segir þetta vera skrímsli....!

Annars er ég á leiðinni í badminton núna :)


Kennaraneminn ég

Undanfarna daga hef ég verið í vettvangsnámi í einum grunnskólanum hér í bæ. Hef verið að fylgjast með listgreinum yngri barna og skráð niður í dagbók, tekið púlsinn á viðhorfum krakkanna og kennaranna.

Einnig hef ég verið að vinna úr rannsókn sem ég gerði í síðasta vettvangsnámi. Það var könnun á meðal kennaranna um kennslu í framsögn. Svo hef ég líka verið að undirbúa rannsókn í aðferðafræði á netnotkun barna, rannsakaði dóttur mína í gær og þarf svo að finna mér eitthvert strákgrey upp í skóla á morgun, þar sem þá er síðasti dagurinn minn þar í bili.

Svo tekur leikskólinn við aftur og síðasta verkefnatörnin í skólanum. Skila af mér síðustu verkefnunum 30. apríl og svo tekur við prófalestur. Fyrra prófið er 13. maí og það seinna 16. maí.

Ohh hvað það verður ljúft að klára þetta fyrsta ár. Það hefur nú gengið á ýmsu og oft hef ég verið við það að gefast upp. En svo fatta ég að ég er búin að finna það sem ég ætla að leggja fyrir mig og ég barasta skulda sjálfri mér að klára þetta. Get - ætla og skal!

Best að snúa sér aftur að bókunum....


I'm baaack...

Ég er sjúklega frábær bloggari. Hef ekki bloggað í þrjá mánuði í það minnsta og var búin að gleyma að ég ætti þessa síðu. Snillingur.

Ekki það að ég hafi mikið að segja. En það gæti breyst á morgun. Takk fyrir að lesa.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband