Færsluflokkur: Bloggar

Paper wedding

Í dag eigum við Finnur 1 árs brúðkaupsafmæli og um leið 9 ára sambandsafmæli. Hvað tíminn líður hrikalega hratt, samt finnst okkur við hafa verið gift miklu lengur enda svosum ekki mikið sem breytist í hinu daglega lífi við giftingu. En, ég náði gulrótinni minni með miklum ofurlærdómi í gær og því er ég að fara út að borða og í bíó í kvöld, bara nice og vel þegið eftir svona törn. Núna er "bara" ein svona verkefnatörn eftir og svo er það hin yndislega prófatörn eftir. Alltaf styttist í sumarfríið Cool

 just married

 

Nýgift og alsæl Wink


Pródöktíf helgi

Við hjónakornin höfum átt hrikalega góða helgi með stúlkubörnunum okkar. Við Embla eyddum nánast öllum gærdeginum út á palli, Arndís bættist svo í hópinn seinnipartinn en hún hafði gist hjá vinkonu sinni og farið svo í afmæli. Þær léku sér úti eins og ég segi allan daginn nánast, Finnur fór svo að mæla úti þegar hann kom heim úr vinnunni. Það á að fara að klára skjólið á pallinn, váhá það verður giiiiggjað! Svo grilluðum við ljúffenga steik og höfðum með henni ferskt salat og kartöflusalat, átum á okkur gat offkors, svo voru mars-bananar í eftirrétt.

Emblu var svo heitt úti að hún reif sig úr peysunni sem hún átti að vera í og var að sulla í vatni líka þannig að auðvitað er hún núna orðin þrælkvefuð með mikinn hósta. Erum bara búin að vera inni í dag. Finnur var eitthvað slappur í maganum en ákvað fyrst ekkert væri hægt að fara út, að baka með Arndísi og gera vörutalningu í frystikistunni. Þau bökuðu kanilsnúða og steiktu lummur á meðan ég var að læra og litla dýrið lagði sig, bara nice! Það var semsagt kaffihlaðborð hér áðan og svo erum við búin að gera matseðil fram í maí, bara með dóti úr kistunni - snilld!

Verkefnastaflinn minnkar og minnkar en ennþá er gomma eftir. Mikið hlakka ég til að fara í sumarfrí!


This is my life

Mér finnst nýja myndbandið flott. Eiginlega bara mjög flott. Eiginlega rosalega kúl og töff. Algjörlega í anda Eurovision nördanna. Og ég hef eina ráðleggingu til Páls Óskars og Eurobandsins, ditsjið einni bakröddinni og takið ljóshærða snillinginn og bumbuhljómborðið hans með ykkur til Serbíu, þá er þetta pottþétt! Hver þarf dansara með svona snilling á sviðinu?

Algjör snilld!

Back on the field... eða segir maður in the?

Rétt í þessu var ég í nettu nostalgíukasti í íþróttahúsinu Iðu hér á Selló. Dóttir mín eldri var að keppa á grunnskólamóti í frjálsum og ég var "pínd" í vinnu við að skrifa. Þetta tók mig einn og hálfan tug ára aftur í tímann þegar ég var sjálf að keppa. Jedúddamía. Nú vill daman endilega fara að æfa frjálsar með fimleikunum... sjáum til hvernig það fer allt saman.


Megastuð

Var að klára að skrá mig í námskeið fyrir næsta ár. Voðalega spennandi. Ég ætla nefnilega að vera einu ári lengur í skóla og klára líka leikskólakennarann. Næsta ár lítur því svona út:

Haust 2008
Þróun máls og læsis
Umhverfi sem uppspretta náms
Barnið á yngsta stigi grunnskólans

Vor 2009
Læsi og lestrarkennsla
Stærðfræðinám á yngsta stigi grunnskólans
Leikskóli án aðgreiningar

Semsagt, voðalega spennó! Eina sem ég sé sem getur messað upp þessu frábæra plani mínu er að ég muni ekki nenna að skrifa lokaritgerð fyrir leikskólakennarann sumarið 2011....... en það er seinni tíma vandamál hehe Grin


Hin dúkkan mín

Hvernig finnst ykkur þessi? Eru þumalputtarnir mínir tíu ekki allir að koma til????? 

 

Hitt dúkkukvikindið

 

Ég er megastolt af henni Guðríði minni.


Er þetta grín?

Maður má ekki leiða hugann pínulítið að því að nú gæti verið að koma vor... nei. Þá byrjar að snjóa aftur. Og það ekkert lítið! Finnur þurfti að moka sig út áðan til þess að geta mokað bílinn upp, til þess að geta farið upp í sveit (eins gott að hann tók skófluna með sér). Þau fóru feðginin þrjú í slátur til afa í sveitinni en hér sit ég og fæ ekkert slátur Crying á náttúrlega að byrja að læra og massa það í dag en ég bara varð aðeins að tjá mig um þennan snjó fyrst.

Finnur er samt búin að lofa mér rosalegri gulrót ef ég verð búin með flestöll verkefnaskilin þann 21. apríl. Þá eigum við nefnilega 1 árs brúðkaupsafmæli og ef ég verð búin þá verður mér annaðhvort boðið í bíó og út að borða eða í leikhús og út að borða. Ef ég verð ekki búin þá má ég bara horfa á CSI þann mánudaginn... btw ég bað hann um að útbúa þessa gulrót, þar sem ég er haldin þeirri leiðinda áráttu að byrja á skilaverkefnum helst daginn áður eða sama dag og á að skila, þrátt fyrir að hafa grilljón tækifæri til að klára fyrr. Sniðugt, ha?


Ó plís plís!

Ég vona að þessi náungi hafi rétt fyrir sér.

Snjórinn má vera í desember but that's it.


mbl.is Vorið kemur á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkir dagsins fær...

...tatamm.... Anna Sigríður Valdimarsdóttir fyrir að benda mér á klikksið í kommentakerfinu. Held bara að ég búi til brúðu handa þér og sendi hana norður/vestur/austur... eða þú veist, þangað sem þú átt heima Grin hehehe

Svo ég haldi nú áfram með þetta brúðutal þá er ég búin að búa til aðra, nokkuð góða sko. Svo ætlaði ég nú heldur betur áðan að vörka gömlu saumavélina hennar ömmu Dúllu heitinnar og klára textílmyndina mína....... já. Við getum orðað það sem svo að ég er búin að gleyma ansi miklu sem ég lærði hjá henni Guðnýju í 9. bekk. Það gleymdi einhver að minna mig á að það er líka spotti fyrir neðan... það allavega kom rosaleg flækja og þegar ég var búin að losa allt í burtu, þá pakkaði ég garminum saman og hætti. Fór í tölvuna að blogga um það Crying En ég held að ég dobbli tengdamömmu á morgun til að hjálpa mér með þetta. Hún er þvílík saumakona og ætti að geta liðsinnt saumafatlaðri tengdadóttur sinni Whistling vona það allavega, ég á að skila á mánudaginn!


Dúkkukvikindið

O jæja. Best að sýna ykkur kvikindið. Veit ekki hvort ég á að þora að skila þessu svona. Finnur sagði þegar hann sá hana að þetta væri eins og eitthvað eftir Hugleik Dagsson. Nú veit ég ekkert um þann mann eða hvort þetta þýði gott/vont, en þið skuluð endilega njóta fegurðarinnar. Nú svo ef þið viljið eignast eitt eintak þá tek ég við pöntunum í kommentakerfinu og stykkið kostar bjórkippu Wink

 

dukkukvikindid

 

Þetta hlýtur að vera draumur hverrar ungrar stúlku, ikke? Pantið tímanlega fyrir jólin Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband