Ein nía komin í hús

Almenn gleði með það auðvitað!

Er aðeins byrjuð að grisja í pleisinu en pappakassarnir, fatapokarnir og búningataskan eru alveg að fara með mig. Það liggur við að maður þurfi að búa til göng hérna til að geta labbað um. Núna t.d. ætti ég að vera að halda áfram ég varð bara, já VARÐ bara aaaaðeins að kíkja á fréttirnar... jæja núna er eldri daman komin heim með vinkonu sem ætlar að gista, kannski bara sniðugt að fara að halda áfram. Spark í rass takk!


Næsta vandamál

Hvar verður besta og skemmtilegasta júróvisjónpartýið á lau?

Þvílíkt og annað eins!

Ég er búin að vera að fylgjast með æfingum Eurobandsins á youtube en átti samt ekki von á þessari snilld, VÁ hvað þau voru flott! Innlifunin og hjartað á réttum stað, þetta var algjörlega frábært. Ég er svooo stolt af því að vera Íslendingur núna, hvort sem við komumst áfram eða ekki. Þau gerðu sitt allra besta.

Engu að síður er munurinn á þessum riðlum algjört grín. Þriðjudagurinn var 2. deildin og kvöldið í kvöld úrvalsdeildin. Ohh þetta er óþolandi spenna! Ætla að halda áfram að horfa...


mbl.is Örlögin í höndum Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólafrí... er skrítið

Vá hvað þetta er skrítið líf að vera allt í einu búinn í skólanum! Þessi tími sem maður er búinn að vera að hugsa til í hyllingum er loksins kominn... og maður veit ekkert hvað skal gera!?!?? Síðan ég hætti að vinna í dag kl. 13 þá er ég búin að vera í símanum nánast non-stop, senda tölvupósta og svoleiðis skrifstofustörf. Næst tekur við að sækja barnið og hvað svo? Ekki þarf ég að læra Grin Tjah, kannski ég ætti að taka smá til... eða lesa fagurbókmenntir... eða eitthvað.... lot of possibilities Cool

Þetta er æði!


Greit víkend

Fjúff. Þetta verður örblogg. Gærdagurinn var meiriháttar. Gaman að selja á bílskúrssölunni, hefði samt mátt vera meira að gera en veðrið náttúrlega ömó og miðað við það þá gekk bara mjög vel. Aðalfundurinn um kvöldið var geggjaður, ógeðslega gaman. Svo var skundað á Skímó og var það bara rosafjör. Maður var samt orðinn ansi lúinn eftir daginn, enda enganveginn í ballformi. Held að ég hafi ekki farið á ball í fleiri ár... mig gæti samt misminnt smá hehe Cool

Í dag erum við hjónin búin að vera ansi lúin, dottað á víxl og bara borðað eitthvað sveitt og subbulegt. Alveg eins og í gamla daga þegar við vorum ung Grin


Bílskúrssala!

Í dag heldur Ástríkur PSV bílskúrssölu í Sigtúni 9 kl. 11-18. Þar kennir ýmissa grasa; sjónvörp, leikföng, bækur, fatnaður, skór, húsgögn, hjól, postulín, fótanuddtæki og margt fleira. Sjón er sögu ríkari Wink

Endilega kíktu við og taktu familíuna með, allir finna eitthvað við sitt hæfi Cool


Loksins loksins...

Loksins er ég búin. Vá. Ég held að ég hafi aldrei í lífi mínu farið í jafn ósanngjarnt próf. Díses. Mér gekk bara hundilla. Samt er ég með ágætis grunn í tölfræði, búin með eigindlegar í HÍ og allt hvaðeina. Oj hvað ég er fúl.

En....

Ég er búin í prófum!!!

Þvílík bullandi hamingja og gleði! Auðvitað er samt rigning úti núna, hvað annað? Ég ætla að halda upp á þetta með því að fara til hennar Guggu í hádeginu í mega snyrtingu, lappa aðeins upp á kellu eftir þessa törn. Það verður ljúft. Síðan ætla ég bara að vera mega dugleg í heimilisstörfunum í dag, heimilið í rúst eftir hann eiginmann minn blessaðan. Hann fór upp á loft í gærkvöldi og tók næstum því allt niður af því... og svo fór hann bara að vinna í morgun hehe LoL flottur á því.

Æh hvað þetta er samt nice Cool


Kæruleysið er algjört

Það er magnað hvernig kæruleysið tekur af manni völdin svona rétt fyrir síðasta prófið. Ég er að fara í próf í aðferðafræði og menntarannsóknum í fyrramálið og ég er búin að eyða ca. 2 klst í dag í lærdóm.

Fór á fund kl. 9 í morgun og svo beint heim að læra (1 stig fyrir það) Fór svo í klippingu og litun, tók reyndar eina möppu með mér og las á meðan liturinn beið í mér (2 stig fyrir það), fór svo í lunch á krúsinni með Finnsa og Arndísi, bara djollí kóla í sólinni (2 mínusstig fyrir það), fór svo með Finni í Bónus og gerði vikuinnkaupin (hann þóttist ekki ráða við það einn, þannig að ég fæ bara 1 mínus fyrir það), fór svo heim og lærði í 3 korter. Þurfti svo endilega að fara með Finni að sækja börnin í fimleika og leikskólann (1 mínus), lærði í hálftíma (1 stig) og svo fórum við öll labbandi út í Sunnulækjarskóla til að horfa á tónleika hjá hópnum hennar Arndísar í tónlistaruppeldi (1 mínus en samt ekki, kemur út á sléttu). Svo tók við fundur hjá foreldrafélaginu (1 mínus) þannig að ég var að staulast heim hálf sjö.

Kæruleysið er algjört, ég er ekkert stressuð en þó er ég ekki búin að lesa nærri því allt og veit ekkert um sumt. Díhh. Ég verð bara að massa þetta í kvöld og nótt og tækla þetta próf með feitum hælkrók í fyrramálið. Ég get sofið þegar ég verð gömul (langt í það ennþá) Wink


Bara eitt barn veikt núna 7-9-13

Við Embla erum heima núna. Hún tók tvö ofurhóstaköst í nótt sem enduðu með endalausri slímælu Frown tekur þetta aldrei enda? Þetta er búið að vera svona hjá henni á nóttunni síðan hún var 15 mánaða gömul, s.s. í nákvæmlega 1 og hálft ár! Maður þekkir það orðið á því hvernig hún hóstar þegar hún er nýsofnuð hvort hún á eftir að fá astmakast og æla seinna um kvöldið eða nóttina. Ömó sko.

Próflestur fyrir síðasta prófið er því af skornum skammti en ólíkt fyrra prófinu er þetta með "eðlilegu" magni af lesefni. Er ekki sérstaklega stressuð og ætla að massa þetta seinnipartinn í dag, í kvöld og á morgun. Svo er ég búúúúúiiiiiin! Cool


*roðn* og *blán*

Ég var í prófi í morgun og gekk þokkalega. Þori ekki að segja að mér hafi gengið vel, það veit aldrei á gott...

Eníhú, morguninn byrjaði nú ekki gæfulega. Vaknaði kl. 7, ætlaði að kúra aaaðeins lengur en eitthvað rak mig á lappir. Börnin vöknuðu skömmu síðar, Embla ruddist inn á bað með látum og sagðist þurfa að pissa, mikil viskírödd í gangi þar. Hún er svona hálfúldin eitthvað eins og venjulega en svo þegar ég tek hana af klósettinu þá finn ég að barnið er sjóðheitt! Rauk og náði í hitamælinn og viti menn, aftur hiti! Hún var hitalaus og hress í gær og við ætluðum bara að setja hana á leikskólann... jeminn sko og tæplega tveir tímar í próf! Ég hringdi því strax í Finn og hann bara einn tveir og bingó, rauk austur til að ég kæmist nú í prófið. Stóra skvísan var líka hálfslöpp þannig að þær eru báðar búnar að vera heima í dag, hóstandi í kór.

En að öðru. Ég er í aðferðafræði þetta misserið og hafa kennararnir ekki verið að standa sig í stykkinu við að sinna fjarnemunum. Ég þurfti t.d. að bíða í rúmlega mánuð eftir svari við einni lítilli spurningu og það sem verra er, búin að bíða eftir einkunn fyrir verkefni sem hópurinn minn flutti 19. mars og gildir verkefnið ekki nema 20% af lokaeinkunn og sambærilegt verkefni er á prófinu á föstudaginn. Ég er búin að vera ofsalega dugleg að kvarta yfir þessu á webct, skjóta á kennarana, spyrja hvort einkunnirnar okkar séu týndar, hvort kennararnir séu týndir osfrv. Þegar kennararnir svo komu inn á síðuna svöruðu þeir ekki MÍNUM spurningum hehe LoL bara hinna nemendanna, nema einu sinni, þegar umsjónarkennarinn bað mig um að gefa sér 2 klst til að græja einkunnirnar okkar. Það var þann 6. maí sl. kl. 17:44.

Eníhú, þessi einkunn kom í dag! Og ekki nóg með það, 10 mínútum seinna hringir umsjónarkennarinn í gemsann minn! Mér brá svo að ég varð aldrei þessu vant hálf orðlaus. Náði að stama eitthvað já... einmitt... aha... og eitthvað álíka gáfulegt. Hún var ekkert nema elskulegheitin og vildi bara vera alveg viss um að ég hefði fengið einkunnina mína Whistling svo vildi hún vita hvort ég hefði einhverjar spurningar fyrir prófið á föstudaginn, hrósaði mér fyrir gott verkefni og svo framvegis. Svo benti hún mér á einkatölvupóstinn sinn ef ég vildi ná á hana, það gengi mikið hraðar fyrir sig Grin ég hefði getað dáið.... Blush


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband