7.8.2008 | 18:11
Dammdammdaraaaa
Ég er að fara í brúðkaup á laugardaginn. Af því tilefni fór ég í dag og keypti mér kjól. Fjólubláan marengs brúðarmeyjukjól. Af hverju? Jú, einmitt af því að ég ætla að vera brúðarmey. Brúðhjónin vita reyndar ekki af því, en what the hey?!?! Totally flott brúðargjöf sko.......
Nei grín. Keypti mér samt kjól í dag fyrir brúðkaupið. Fór í málningargallanum í fatabúð að máta, geðveik trukkalessa. Ég er einmitt þvílík trukkalessa þessa dagana þar sem ég er með "vöru"bílinn hans Óla mágs í láni til að sækja vörur og fara með rusl. Fíla mig svo vel að ég er að spá í að taka meiraprófið bara fljótlega. Samt ekki.
Núna eru einungis 8 dagar þar til ég byrja í nýju vinnunni minni. Hlakka geðveikt til. Hlakka ekki jafn mikið til að byrja í skólanum þar sem sameining HÍ og KHÍ er að bögga mig geðveikt varðandi tæknilegu hliðina. Af hverju í andsk... þarf ég nýtt email, nýjan aðgang að Uglunni og nýjan aðgang að WebCT?!?!?! Gadddemittt!!!! Nógu erfitt er að muna þetta! Þegar ég var í ferðamálafræðinni í HÍ var ég með emailið tob att hi.is. Ég gat auðvitað ekki fengið það aftur. Núna er ég með tob2 att hi.is......... Pínu poinless og asnalegt. Smámunasemin og þráhyggjan í mér meikar ekki svona asnalega email addressu þegar betri samsetningin tilheyrði mér fyrir einungis 3 árum síðan...
Æj ég er bara farin að röfla hérna um ekkert merkilegt.... syfjan og svefngalsinn greinilega búin að ná tökum á mér, ætla að skríða upp í sófa og ná smá kríu...
Athugasemdir
Djöf... skil ég þig samt vel... Why? því þetta er ótrúlega heimskuleg aðgerð, jafnvel þó að hún eigi að heita nauðsynleg eða hvað það heitir
Anna Sigga, 8.8.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.