31.7.2008 | 13:04
Veik mús
Stundum tekur lífið bara völdin af manni, ekkert að því. Litla músin mín er veik í maganum og er því heima með mömmu sinni í dag. Þó ég flytji kannski ekkert fyrr en helgina eftir versló þá er það bara allt í lagi. Það hefst allt saman. Við ætlum að baka möffins og brauðbollur á eftir og hafa það kósí. Ætla svo að reyna að stelast á eftir þegar Fríða syss er búin að vinna og flísagrunna gólfið inni á baði. Þá verður klárað að flísaleggja gólfið þar í kvöld.
Skattmann var í fyrsta skipti leiðinlegur við mig í gær. Í fyrsta skipti ever þurfti ég að borga, reyndar bara lítið þannig séð, enginn skattakóngur hér á ferð hehe
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.