24.7.2008 | 16:17
Sko...
Í gær bloggaði ég í mjög miklu uppnámi. Ég fékk pípulagningarmeistara í heimsókn til að tengja ofnana fyrir mig og hann sjokkeraði mig til helvítis. Pípararnir á vegum verktakans gengu ekki nógu vel frá pípunum í einum veggnum þannig að það var kominn ENN EINN FOKKINGS vatnslekinn í þetta blessaða hús! Við semsagt, þurftum að brjóta glænýmálaðan vegg niður í gær Ekki veit ég hvenær hann fer upp aftur.
En ekki nóg með það. Smíðasnillingarnir hjá verktakanum gleymdu að merkja fyrir ofnafestingunum áður en veggnum var lokað þannig að það er engin leið að setja gömlu ofnana upp. Því þurfti ég að fara í morgun og leita tilboða í nýtt ofnasett á allt húsið... Og ekki nóg með það, niðurfallið í sturtunni er á VITLAUSUM STAÐ! Takk elsku kæri verktaki, það er ekki hægt að laga það.
Og svona til að toppa "heppni" mína þá fór ég í dag til að sækja afganginn af parketinu og flísarnar á baðið. Já parketið kemur ekki fyrr en á morgun og grey stelpan sem tók niður pöntunina hjá mér pantaði BLEIKYRJÓTTAR BÍLSKÚRSFLÍSAR á baðherbergið mitt! Grín? Nei án gríns. Þegar ég svo var búin að sannfæra Húsasmiðjukallana um að ég ætlaði EKKI að fá þessar flísar á gólfið hjá mér og sýna þeim hvaða flísar ég ætlaði að fá þá voru þær að sjálfsögðu EKKI TIL! Ég meina það. Og í rauninni ekkert til sem gæti komið í staðinn.
Hurðunum seinkar líka, þær koma ekki fyrr en eftir að við erum flutt inn
Þannig að ég rauk bara í Bíkó, fann miklu flottari flísar og þær voru barasta til á staðnum og eru núna í skottinu á bílnum mínum veeeeeiiiii! Semsagt, þetta var það eina sem gekk hjá mér í dag.
Ef að vatnsklúðrið er ekki þeim mun tímafrekara þá er stefnan að flytja viku síðar en planið var...
Athugasemdir
Ef þið þurfið að borga þessum verktaka myndi ég fara fram á ansi góðan afslátt fyrir þetta ótrúlega klúður.
Steinn Hafliðason, 25.7.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.