16.7.2008 | 11:58
18 dagar í flutninga...
...og allt að verða kreiiiisííí nei djók. Ég sé samt fram á að barnaherbergið verði tilbúið um helgina. Reyndar varð smá setback þar, því við urðum að rífa einn tilbúinn vegg niður vegna þess að verktakarnir höfðu snúið rafmagnsdósunum vitlaust smá misskilningur í gangi þar. En hann ætti að komast upp í kvöld, sökkullinn fyrir fataskápana er kominn, sem og sólbekkurinn. Ég ætla að parketleggja þar um helgina ef ég fæ sög. Svo kemur rafvirkinn vonandi í kvöld til að setja ljósin í sturtuna, þá er hægt að loka síðasta veggnum og fara að byrja að flísaleggja inn á baði... þetta fer allt að smella.
Stelpurnar mínar eru reyndar orðnar hundleiðar á þessum framkvæmdum, því óhjákvæmilega þurfa þær að koma með yfir í hús og "hanga" þar meðan við vinnum. Þær eru reyndar búnar að vera ótrúlega góðar þarna og byggja ýmislegt sniðugt. Arndís smíðaði til að mynda Húsasmiðjubíl og byggði Húsasmiðjuverslun! Verð eiginlega að taka myndir af þessu - algjör snilld. Svo er hún að föndra alls konar vörur í búðina bara fyndið.
Athugasemdir
þú verður að deila með okkur myndum að Húsasmiðjubílnum og versluninni
Steinn Hafliðason, 16.7.2008 kl. 12:35
Segi thad! ;)
Frida 17.7.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.