Plan B

Það lítur út fyrir að húsið okkar verði ekki metið eins "vel" og við hefðum viljað. En þar sem við erum með Plan B þá gengur það alveg upp. Við fáum okkar heittelskuðu verktaka á mánudaginn kl. 7:30 og þeir segjast geta gert húsið tilbúið til málunar á 2 vikum! Hallelújah! Þá þarf bara að mála allt pleisið, leggja parket og flísar, setja upp innréttingar, græja nýja sturtu og bað, flikka upp á baðinnréttinguna... já ok, kannski soldið mikið, en við ætlum að vera flutt aftur heim um miðjan ágúst - helst fyrr Cool Svo ef þú/þið eruð eitthvað á lausu um miðjan júlí þá er málunarpartý hjá okkur og allir velkomnir Wink

Ég komst annars ágætlega í gegnum þessa fyrstu vinnuviku mína eftir skjálftann. Reyndar strax á nótt þrjú fór ég að sofa illa aftur, sem þýddi það að ég fór ekki í vinnu á fimmtudaginn en þetta kemur bara allt saman með kalda vatninu, ikke? Stefnan er að massa næstu viku 100% og fara svo sátt í sumarfrí Smile það væri svo lovely...

Það er bara voða kósí hjá mér í Tröllhólunum núna. Börnin sofnuð um níuleytið eftir grjónagraut og góða sturtu og ég bara ein hérna í tölvunni. Búin að þrífa, þvo og brjóta saman þvott. Voða dugleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband