3.6.2008 | 14:26
Nýtt heimili
Við fjölskyldan erum komin með fasta búsetu þangað til húsið okkar verður tilbúið, sveitarfélagið reddaði okkur húsi. Frábært fólk og frábær þjónusta hér á ferð. Léttir manni ansi mikið lífið.
Annars erum við svona að jafna okkur á þessu. Við Arndís þáðum áfallahjálp á föstudaginn en Embla semur bara jarðskjálftasögur og jafnar sig soldið þannig, enda skilur þetta varla. Við erum óðum að koma okkur fyrir í "nýja" húsinu og lífið fer svona að fara í gang aftur. Finnur fór að vinna í morgun og ég ætla að fara á morgun. Fór í Rvk í dag til að reyna að fá dýnu í barnarúmið hennar Emblu en stærðin fannst á heimleiðinni. Finnur reddar því fyrir mig. En sumsé, allt ágætt þannig séð að frétta. Við bíðum eftir að Viðlagasjóður kíki í heimsókn og svo hefst niðurrifspartýið...
Athugasemdir
Hræðilegt að heyra hvernig fór fyrir húsinu ykkar. Sendi alla mína samúð og gangi ykkur vel með framhaldið
Kv Kristín Björg
Kristín Björg 4.6.2008 kl. 11:46
Gott að heyra að lífið sé að komast í réttar skorður eftir þetta allt saman. Gangi ykkur sem allra best í framhaldinu.
Kveðja úr borginni
H. Fríða og co
Hanna Fríða 5.6.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.