Nýtt heimili

Við fjölskyldan erum komin með fasta búsetu þangað til húsið okkar verður tilbúið, sveitarfélagið reddaði okkur húsi. Frábært fólk og frábær þjónusta hér á ferð. Léttir manni ansi mikið lífið.

Annars erum við svona að jafna okkur á þessu. Við Arndís þáðum áfallahjálp á föstudaginn en Embla semur bara jarðskjálftasögur og jafnar sig soldið þannig, enda skilur þetta varla. Við erum óðum að koma okkur fyrir í "nýja" húsinu og lífið fer svona að fara í gang aftur. Finnur fór að vinna í morgun og ég ætla að fara á morgun. Fór í Rvk í dag til að reyna að fá dýnu í barnarúmið hennar Emblu en stærðin fannst á heimleiðinni. Finnur reddar því fyrir mig. En sumsé, allt ágætt þannig séð að frétta. Við bíðum eftir að Viðlagasjóður kíki í heimsókn og svo hefst niðurrifspartýið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræðilegt að heyra hvernig fór fyrir húsinu ykkar. Sendi alla mína samúð og gangi ykkur vel með framhaldið

Kv Kristín Björg

Kristín Björg 4.6.2008 kl. 11:46

2 identicon

Gott að heyra að lífið sé að komast í réttar skorður eftir þetta allt saman.  Gangi ykkur sem allra best í framhaldinu.

Kveðja úr borginni

H. Fríða og co

Hanna Fríða 5.6.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband