Kæruleysið er algjört

Það er magnað hvernig kæruleysið tekur af manni völdin svona rétt fyrir síðasta prófið. Ég er að fara í próf í aðferðafræði og menntarannsóknum í fyrramálið og ég er búin að eyða ca. 2 klst í dag í lærdóm.

Fór á fund kl. 9 í morgun og svo beint heim að læra (1 stig fyrir það) Fór svo í klippingu og litun, tók reyndar eina möppu með mér og las á meðan liturinn beið í mér (2 stig fyrir það), fór svo í lunch á krúsinni með Finnsa og Arndísi, bara djollí kóla í sólinni (2 mínusstig fyrir það), fór svo með Finni í Bónus og gerði vikuinnkaupin (hann þóttist ekki ráða við það einn, þannig að ég fæ bara 1 mínus fyrir það), fór svo heim og lærði í 3 korter. Þurfti svo endilega að fara með Finni að sækja börnin í fimleika og leikskólann (1 mínus), lærði í hálftíma (1 stig) og svo fórum við öll labbandi út í Sunnulækjarskóla til að horfa á tónleika hjá hópnum hennar Arndísar í tónlistaruppeldi (1 mínus en samt ekki, kemur út á sléttu). Svo tók við fundur hjá foreldrafélaginu (1 mínus) þannig að ég var að staulast heim hálf sjö.

Kæruleysið er algjört, ég er ekkert stressuð en þó er ég ekki búin að lesa nærri því allt og veit ekkert um sumt. Díhh. Ég verð bara að massa þetta í kvöld og nótt og tækla þetta próf með feitum hælkrók í fyrramálið. Ég get sofið þegar ég verð gömul (langt í það ennþá) Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband