*roðn* og *blán*

Ég var í prófi í morgun og gekk þokkalega. Þori ekki að segja að mér hafi gengið vel, það veit aldrei á gott...

Eníhú, morguninn byrjaði nú ekki gæfulega. Vaknaði kl. 7, ætlaði að kúra aaaðeins lengur en eitthvað rak mig á lappir. Börnin vöknuðu skömmu síðar, Embla ruddist inn á bað með látum og sagðist þurfa að pissa, mikil viskírödd í gangi þar. Hún er svona hálfúldin eitthvað eins og venjulega en svo þegar ég tek hana af klósettinu þá finn ég að barnið er sjóðheitt! Rauk og náði í hitamælinn og viti menn, aftur hiti! Hún var hitalaus og hress í gær og við ætluðum bara að setja hana á leikskólann... jeminn sko og tæplega tveir tímar í próf! Ég hringdi því strax í Finn og hann bara einn tveir og bingó, rauk austur til að ég kæmist nú í prófið. Stóra skvísan var líka hálfslöpp þannig að þær eru báðar búnar að vera heima í dag, hóstandi í kór.

En að öðru. Ég er í aðferðafræði þetta misserið og hafa kennararnir ekki verið að standa sig í stykkinu við að sinna fjarnemunum. Ég þurfti t.d. að bíða í rúmlega mánuð eftir svari við einni lítilli spurningu og það sem verra er, búin að bíða eftir einkunn fyrir verkefni sem hópurinn minn flutti 19. mars og gildir verkefnið ekki nema 20% af lokaeinkunn og sambærilegt verkefni er á prófinu á föstudaginn. Ég er búin að vera ofsalega dugleg að kvarta yfir þessu á webct, skjóta á kennarana, spyrja hvort einkunnirnar okkar séu týndar, hvort kennararnir séu týndir osfrv. Þegar kennararnir svo komu inn á síðuna svöruðu þeir ekki MÍNUM spurningum hehe LoL bara hinna nemendanna, nema einu sinni, þegar umsjónarkennarinn bað mig um að gefa sér 2 klst til að græja einkunnirnar okkar. Það var þann 6. maí sl. kl. 17:44.

Eníhú, þessi einkunn kom í dag! Og ekki nóg með það, 10 mínútum seinna hringir umsjónarkennarinn í gemsann minn! Mér brá svo að ég varð aldrei þessu vant hálf orðlaus. Náði að stama eitthvað já... einmitt... aha... og eitthvað álíka gáfulegt. Hún var ekkert nema elskulegheitin og vildi bara vera alveg viss um að ég hefði fengið einkunnina mína Whistling svo vildi hún vita hvort ég hefði einhverjar spurningar fyrir prófið á föstudaginn, hrósaði mér fyrir gott verkefni og svo framvegis. Svo benti hún mér á einkatölvupóstinn sinn ef ég vildi ná á hana, það gengi mikið hraðar fyrir sig Grin ég hefði getað dáið.... Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband