Nettur lestur eftir

Jæja. Nú er hlunkurinn búinn og bara ein nett grein eftir upp á tæplega 30 bls. Svo eru eftir glærur, kennslubréf, glósur og þh. smáræði eftir og þá á ég að vera reddí í þetta próf á morgun. Held að þetta verði fínt sko. Ætla allavega að vona það. Skrekkurinn kemur í mig í kvöld ca. Þá ætla ég að vera búin að öllu tengt þessu prófi, fara í heitt bað og slaka á.

Heilsufarið á bænum fer batnandi, sú stutta var með hita í alla nótt en vaknaði hitalaus og hefur haldist þannig síðan. Borðaði bæði morgun- og hádegismat og hélt því niðri - bara gott. Sú eldri er búin með barkabólguna og er bara með þessi týpísku kvefeinkenni núna, nefrennsli dauðans og hósta. Ekkert óyfirstíganlegt þar á ferð.

Ég ætla að elda smá hvítasunnumat í kvöld, í gær náðum við bara í pizzu og vorum halllló. En ég ætla að elda hrygg og týpískt meðlæti með. Mmmmm hvað ég hlakka til að borða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Vá hvað ég vildi að ég væri búin að vera svona dugleg :) allt annað en lærdómur á hug minn allann þessa dagana... og próf á morgun. :/

 Gangi þér vel ljúfan

Anna Sigga, 12.5.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Gangi þér vel í prófinu á morgun

Steinn Hafliðason, 12.5.2008 kl. 14:53

3 Smámynd: Tinnhildur

Takk fyrir kæra fólk! Sömuleiðis gott gengi á ykkur.

Tinnhildur, 12.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband