8.5.2008 | 17:13
Já já, þetta reddast bara
Er þaggi? Á erfiðum stundum í lífinu þá á fólk eins og ég oft mjög auðvelt með að detta í súran pytt depurðar. Síðustu daga þá hef ég verið á mörkum þess að tapa sjálfri mér í stressi yfir öllum hlutum og sérstaklega standa tveir hlutir þar uppúr. Prófin og svo börnin mín í þessari hringiðu. Ég er ennþá degi eftir á með lesturinn en ég setti planið samt þannig upp að annar í hvítasunnu væri laus, þannig að það reddast alveg.
Ég er þannig gerð að ég vil helst gera fáa hluti í einu og gera þá vel, í staðinn fyrir að gera marga hluti í einu og engan þeirra vel. Og einmitt þessa dagana er bara allt að gerast og ég meika það bara ekki. Var mjög mjög mjög stressuð í gær en átti betri dag í dag. Kannski er það veðrið, hver veit.
Eníhú - þetta trúnó var mjög svo liberating fyrir mig. Alltaf gott að hafa smá yfirsýn yfir sjálfan sig. Núna ætla ég að halda áfram að lesa
ps. Steinn....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.