6.5.2008 | 15:09
Ég er að standa mig ógeðslega vel
Það er alveg brill að setja upp lesplan fyrir próf. Nú les ég x marga kafla á hverjum degi og er svo búin þann daginn. Ég græjaði þetta á sunnudaginn og nú er þriðjudagur og planið heldur enn! Ætlaði eitthvað að beila á því í gærkvöldi því Lost, CSI, One tree hill og Jerico voru í sjónvarpinu í gær, en ég sleppti bara CSI og lokaði mig inn í herbergi með eyrnatappa til að klára - sko mig!
Það gengur alltaf svo mikið á hjá mér, í mörg horn að líta og stundum spyr ég mig af hverju ég fái mér ekki svona assistant. Held að það gæti verið brillíant sko. Allavega bílstjóra til að keyra og sækja börnin í skóla, leikskóla, íþróttir, vinaheimsóknir, afmæli og þh. Það fer mikill tími í þetta hjá mér allavega.
Pabbi minn gamli er háaldraður í dag, orðinn 55 ára gamall. Í tilefni dagsins þá keypti ég handa honum smá gjöf sem honum verður færð seinnipartinn - til hamingju með afmælið gamli
ps. Steinn, farðu að læra
Athugasemdir
He he, ég var nú bara nokkuð ánægður með þig þangað til ég sá síðustu setninguna. Þá sá ég hvað þú værir mikill snillingur
Gangi þér vel að læra
Steinn Hafliðason, 6.5.2008 kl. 17:29
..og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna!
Förum bara bæði að læra
Tinnhildur, 6.5.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.