Nú hef ég tilefni til að gleðjast!

Ég er nefnilega búin með öll verkefni annarinnar, nokkrum dögum á undan áætlun! Má maður þá ekki vera pínu glaður? Cool Er líka búin að þræla sjálfri mér út síðustu daga. Ég ætlaði svoleiðis að þrífa svínastíuna heimili mitt þegar ég kom heim kl. 16 enda laus við skólann í smá stund. Nei, ég er gjörsamlega uppgefin á líkama og sál eftir þessa törn. Heilinn á mér er korteri of seinn að fatta og mig langar bara mest af öllu að fara að sofa.

En það sem það er ekki í boði þá píndi ég mig til þess að vaska upp og sjæna eldhúsið, pakka fótboltavestum í poka, setja í þvottavél, láta eldri prinsessuna læra heima og fara út með ruslið. Núna er bara eftir að elda hakk & spaghettí og svæfa börnin, þá get ég lagst upp í sófa og sofnað yfir Lost... það verður yndislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Til hamingju með að vera búin

Steinn Hafliðason, 29.4.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Inga Dóra

til hamingju duglega kona

Inga Dóra, 29.4.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Tinnhildur

Danke sjön kæra fólk

Tinnhildur, 29.4.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband