20.4.2008 | 17:56
Pródöktíf helgi
Við hjónakornin höfum átt hrikalega góða helgi með stúlkubörnunum okkar. Við Embla eyddum nánast öllum gærdeginum út á palli, Arndís bættist svo í hópinn seinnipartinn en hún hafði gist hjá vinkonu sinni og farið svo í afmæli. Þær léku sér úti eins og ég segi allan daginn nánast, Finnur fór svo að mæla úti þegar hann kom heim úr vinnunni. Það á að fara að klára skjólið á pallinn, váhá það verður giiiiggjað! Svo grilluðum við ljúffenga steik og höfðum með henni ferskt salat og kartöflusalat, átum á okkur gat offkors, svo voru mars-bananar í eftirrétt.
Emblu var svo heitt úti að hún reif sig úr peysunni sem hún átti að vera í og var að sulla í vatni líka þannig að auðvitað er hún núna orðin þrælkvefuð með mikinn hósta. Erum bara búin að vera inni í dag. Finnur var eitthvað slappur í maganum en ákvað fyrst ekkert væri hægt að fara út, að baka með Arndísi og gera vörutalningu í frystikistunni. Þau bökuðu kanilsnúða og steiktu lummur á meðan ég var að læra og litla dýrið lagði sig, bara nice! Það var semsagt kaffihlaðborð hér áðan og svo erum við búin að gera matseðil fram í maí, bara með dóti úr kistunni - snilld!
Verkefnastaflinn minnkar og minnkar en ennþá er gomma eftir. Mikið hlakka ég til að fara í sumarfrí!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.