Er þetta grín?

Maður má ekki leiða hugann pínulítið að því að nú gæti verið að koma vor... nei. Þá byrjar að snjóa aftur. Og það ekkert lítið! Finnur þurfti að moka sig út áðan til þess að geta mokað bílinn upp, til þess að geta farið upp í sveit (eins gott að hann tók skófluna með sér). Þau fóru feðginin þrjú í slátur til afa í sveitinni en hér sit ég og fæ ekkert slátur Crying á náttúrlega að byrja að læra og massa það í dag en ég bara varð aðeins að tjá mig um þennan snjó fyrst.

Finnur er samt búin að lofa mér rosalegri gulrót ef ég verð búin með flestöll verkefnaskilin þann 21. apríl. Þá eigum við nefnilega 1 árs brúðkaupsafmæli og ef ég verð búin þá verður mér annaðhvort boðið í bíó og út að borða eða í leikhús og út að borða. Ef ég verð ekki búin þá má ég bara horfa á CSI þann mánudaginn... btw ég bað hann um að útbúa þessa gulrót, þar sem ég er haldin þeirri leiðinda áráttu að byrja á skilaverkefnum helst daginn áður eða sama dag og á að skila, þrátt fyrir að hafa grilljón tækifæri til að klára fyrr. Sniðugt, ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dóra

farð að læra

Inga Dóra, 13.4.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband