12.4.2008 | 23:41
Þakkir dagsins fær...
...tatamm.... Anna Sigríður Valdimarsdóttir fyrir að benda mér á klikksið í kommentakerfinu. Held bara að ég búi til brúðu handa þér og sendi hana norður/vestur/austur... eða þú veist, þangað sem þú átt heima hehehe
Svo ég haldi nú áfram með þetta brúðutal þá er ég búin að búa til aðra, nokkuð góða sko. Svo ætlaði ég nú heldur betur áðan að vörka gömlu saumavélina hennar ömmu Dúllu heitinnar og klára textílmyndina mína....... já. Við getum orðað það sem svo að ég er búin að gleyma ansi miklu sem ég lærði hjá henni Guðnýju í 9. bekk. Það gleymdi einhver að minna mig á að það er líka spotti fyrir neðan... það allavega kom rosaleg flækja og þegar ég var búin að losa allt í burtu, þá pakkaði ég garminum saman og hætti. Fór í tölvuna að blogga um það En ég held að ég dobbli tengdamömmu á morgun til að hjálpa mér með þetta. Hún er þvílík saumakona og ætti að geta liðsinnt saumafatlaðri tengdadóttur sinni vona það allavega, ég á að skila á mánudaginn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.