10.4.2008 | 20:12
Brúða og badminton
Undanfarna daga hef ég verið að föndra brúðu. Hluti af verkefni í einu námskeiðinu sem ég er í. Er búin að blóta þessari helvítis brúðu í sand og ösku margsinnis en í gærkvöldi kom loksins mynd á hana og hún varð reddí. Ég var að horfa á America's Next Top Model þegar ég gat loksins klambrað á hana andliti og svo kom restin yfir Lipstick Jungle.
Hráefnið sem notað var í þessa brúðu var eftirfarandi: klósettpappírsrúlla, eldhúspappír, bómullargarn, tvennskonar ullargarn, silkiborði, pípuhreinsarar, tvær bláar perlur, saumavélatvinni, efnisbútur og svo að lokum blómið framan af páskaegginu mínu. Þið getið s.s. alveg ímyndað ykkur hvað þessi "dúkka" er glötuð en, ótrúlegt en satt, eldri dóttir mín er yfir sig hrifin. Sú yngri segir þetta vera skrímsli....!
Annars er ég á leiðinni í badminton núna :)
Athugasemdir
Hehe gaman að því! Mér finnst þessi mynd bara æðisleg, við systurnar erum líka mega flottar
Tinnhildur, 12.4.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.