9.4.2008 | 17:12
Kennaraneminn ég
Undanfarna daga hef ég verið í vettvangsnámi í einum grunnskólanum hér í bæ. Hef verið að fylgjast með listgreinum yngri barna og skráð niður í dagbók, tekið púlsinn á viðhorfum krakkanna og kennaranna.
Einnig hef ég verið að vinna úr rannsókn sem ég gerði í síðasta vettvangsnámi. Það var könnun á meðal kennaranna um kennslu í framsögn. Svo hef ég líka verið að undirbúa rannsókn í aðferðafræði á netnotkun barna, rannsakaði dóttur mína í gær og þarf svo að finna mér eitthvert strákgrey upp í skóla á morgun, þar sem þá er síðasti dagurinn minn þar í bili.
Svo tekur leikskólinn við aftur og síðasta verkefnatörnin í skólanum. Skila af mér síðustu verkefnunum 30. apríl og svo tekur við prófalestur. Fyrra prófið er 13. maí og það seinna 16. maí.
Ohh hvað það verður ljúft að klára þetta fyrsta ár. Það hefur nú gengið á ýmsu og oft hef ég verið við það að gefast upp. En svo fatta ég að ég er búin að finna það sem ég ætla að leggja fyrir mig og ég barasta skulda sjálfri mér að klára þetta. Get - ætla og skal!
Best að snúa sér aftur að bókunum....
Athugasemdir
Jeij... Kíki alltaf öðru hvoru en kvitta alltof sjaldan :)
Ánægð með þig, stelpa.. Og ég veit alveg að þú ert GÆS (get-ætla-skal) vegna þess að þú ert svoooo yndislega dugleg :)
Sjáumst vonandi bráðum (fyrir utan það að segja góðan daginn í leikskólanum, náttlega!!)
Knúslur, Anna Heiður
Anna Heiður 9.4.2008 kl. 17:31
Blogg á hverjum degi, sátt með þig! Sko alltaf kemst maður að e-u nýju, vissi ekkert að þú værir að læra kennarann, gaman að því! Kannski er mútt mín að kenna þér e-ð ;) keep up the good work
Anna Sigga, 10.4.2008 kl. 00:01
Þakkir fyrir hlý orð kæru Önnur!
Hvað heitir mamma þín Anna Sigga? Hvað kennir hún?
Tinnhildur, 12.4.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.