Færsluflokkur: Bloggar

Búin og farin

Well ó well. Ég kláraði síðustu blaðsíðuna kl. 20:55 nákvæmlega. Góður tími til að ná sér í snakk og horfa á LOST á plús. Vá hvað ég er þreytt í hausnum. Ætla núna í sturtu og beint í bólið.

Massa þetta próf á morgun - hell yeah! Góða strauma kl. 9 í fyrramálið takk! Cool


Nettur lestur eftir

Jæja. Nú er hlunkurinn búinn og bara ein nett grein eftir upp á tæplega 30 bls. Svo eru eftir glærur, kennslubréf, glósur og þh. smáræði eftir og þá á ég að vera reddí í þetta próf á morgun. Held að þetta verði fínt sko. Ætla allavega að vona það. Skrekkurinn kemur í mig í kvöld ca. Þá ætla ég að vera búin að öllu tengt þessu prófi, fara í heitt bað og slaka á.

Heilsufarið á bænum fer batnandi, sú stutta var með hita í alla nótt en vaknaði hitalaus og hefur haldist þannig síðan. Borðaði bæði morgun- og hádegismat og hélt því niðri - bara gott. Sú eldri er búin með barkabólguna og er bara með þessi týpísku kvefeinkenni núna, nefrennsli dauðans og hósta. Ekkert óyfirstíganlegt þar á ferð.

Ég ætla að elda smá hvítasunnumat í kvöld, í gær náðum við bara í pizzu og vorum halllló. En ég ætla að elda hrygg og týpískt meðlæti með. Mmmmm hvað ég hlakka til að borða!


Viljiði pæla?

Dætur mínar eru báðar, já BÁÐAR veikar núna! Arndís er með barkabólgu og Embla með hita og beinverki. Og ég sem ætlaði að henda öllum út svo ég hefði frið til að læra... uuu nei. Nú þarf ég að hugsa daginn aðeins upp á nýtt og sjá hvort ég geti flúið eitthvað annað til að lesa. Þetta er reyndar alveg ótrúlegt, þær voru síðast báðar veikar um páskana. Taka alla hátíðisdaga í þetta Errm


Lespása

Sótti mér einn magic og ákvað að kíkja aðeins í tölvuna Wink Mér gengur bara vel að lesa. Er aðeins að taka sálfræðina á sjálfa mig, ég tók nefnilega allar greinarnar sem átti að sleppa í hlunkinum úr og svo tek ég jafnóðum það sem ég er búin að lesa. Nú er bara smá eftir Joyful hehe.

Annars er ég helst núna að díla við stífleika í hálsi. Þegar ég var búin að græja yngri dóttur mína í svefninn í gærkvöldi þá barasta stífnaði ég upp hægra megin á hálsinum og hef bara ekki lagast. Er búin að prófa að nudda þetta sjálf, teygja á og snúa mér á alla kanta en ekkert gengur. Þetta er mjög vont í miklum lestri. Ætli ég hendi mér ekki í heitt bað í kvöld og panti hálsnudd frá eiginmanninum Cool

6 dagar í sumarfrí........ víha!


Trallala

Gott að það er kominn föstudagur, þá er bara vika í að ég verði búin í prófum Cool

Mig langar að taka það fram kæru lesendur (sem þorið greinilega ekki að kommenta) að ég er í fínu lagi. Ég hef bara mikið að gera, kannski ekki mikið á sumra mælikvarða en á mínum eigins þá er ég bara með fullar hendur. Það þýðir samt ekki að ég sé að leggjast í volæði, en ekki geta allir dagar verið góðir. Það er bara þannig hjá öllum. Mér finnst bara agalega gott að væla á blogginu, þá þarf ég minna að væla í aumingja eiginmanninum mínum... LoL

Ég er núna komin í vikufrí á meðan prófin ganga yfir, svo má sumarið koma vííííííííívíííííííííí!


DA DA DAS!

Nú er þetta eftirlætis slagarinn minn! Hví? Jú, ég fékk símtal áðan frá Happdrætti DAS og mér tilkynnt að ég hefði unnið nettan vinning. Ég sem vinn næstum því aldrei í neinu svona! Ef þetta bjargar ekki deginum hjá manni þá er maður mega fúlegg.

 

DA DA DAS!


Já já, þetta reddast bara

Er þaggi? Á erfiðum stundum í lífinu þá á fólk eins og ég oft mjög auðvelt með að detta í súran pytt depurðar. Síðustu daga þá hef ég verið á mörkum þess að tapa sjálfri mér í stressi yfir öllum hlutum og sérstaklega standa tveir hlutir þar uppúr. Prófin og svo börnin mín í þessari hringiðu. Ég er ennþá degi eftir á með lesturinn en ég setti planið samt þannig upp að annar í hvítasunnu væri laus, þannig að það reddast alveg.

Ég er þannig gerð að ég vil helst gera fáa hluti í einu og gera þá vel, í staðinn fyrir að gera marga hluti í einu og engan þeirra vel. Og einmitt þessa dagana er bara allt að gerast og ég meika það bara ekki. Var mjög mjög mjög stressuð í gær en átti betri dag í dag. Kannski er það veðrið, hver veit.

Eníhú - þetta trúnó var mjög svo liberating fyrir mig. Alltaf gott að hafa smá yfirsýn yfir sjálfan sig. Núna ætla ég að halda áfram að lesa Blush

ps. Steinn.... Police


Ég stóð mig ekki vel í dag

Bara alltof mikið að gera, mikið að gerast, mikið að stússast, slæmar fréttir, slæm líðan, lítið af hinu góða. Sumir dagar eru bara svona, því miður. Og ekki góður tími svona viku fyrir próf. En ég er viss um að morgundagurinn verður betri. Ég ætla að hafa hann frábæran!

Góða nótt Sleeping


Ég er að standa mig ógeðslega vel

Það er alveg brill að setja upp lesplan fyrir próf. Nú les ég x marga kafla á hverjum degi og er svo búin þann daginn. Ég græjaði þetta á sunnudaginn og nú er þriðjudagur og planið heldur enn! Ætlaði eitthvað að beila á því í gærkvöldi því Lost, CSI, One tree hill og Jerico voru í sjónvarpinu í gær, en ég sleppti bara CSI og lokaði mig inn í herbergi með eyrnatappa til að klára - sko mig!

Það gengur alltaf svo mikið á hjá mér, í mörg horn að líta og stundum spyr ég mig af hverju ég fái mér ekki svona assistant. Held að það gæti verið brillíant sko. Allavega bílstjóra til að keyra og sækja börnin í skóla, leikskóla, íþróttir, vinaheimsóknir, afmæli og þh. Það fer mikill tími í þetta hjá mér allavega.

Pabbi minn gamli er háaldraður í dag, orðinn 55 ára gamall. Í tilefni dagsins þá keypti ég handa honum smá gjöf sem honum verður færð seinnipartinn - til hamingju með afmælið gamli Wizard

ps. Steinn, farðu að læra Police


Iiiiiggghhhh (með ógeðshrolli)

Djöfull nenni ég ekki að læra fyrir prófin. Ég er búin að setja upp svaka fínt lesplan svo ég komist nú örugglega yfir það að lesa allar 470 blaðsíðurnar sem prófað verður úr í fyrra prófinu og hafi líka tíma til að rifja upp, glósa aftur og fara yfir verkefnin. Planið fyrir gærdaginn hélt, ég mætti fyrr í vinnuna til að lesa og las líka í kaffitímanum mínum... komin heim núna og get ekki slitið mig frá tölvunni ÉG NENNI EKKI AÐ LESA! Mig langar að gera eitthvað allt annað... prump og frat, þetta er ömó Sick á ekki einhver smá samhúð handa mér, já ég segi samhúð. Það er mega töff orð...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband