4.5.2008 | 13:28
Svindl er mér nauðsynlegt í dag
Ég fór að sofa kl rúmlega 23 í gærkvöldi og fékk að sofa til 10 í morgun, þökk sé frábærum eiginmanni. Lestur fyrir félagsfræðipróf framundan og planið var sko að hafa engar afsakanir fyrir því að lesa ekki. Nei nei, ég tek upp hlunkinn (sem er btw lesefni námskeiðsins, les"hefti" upp á rúmlega 600 A4 síður), fletti upp á fyrsta kaflanum og byrja STRAX að geispa! Ákveðin í að láta það ekki skemma fyrir mér og byrja að lesa... nei nei, ég sofna næstum því fram á bókina! Hvað er málið með leiðinlegt lesefni?!?!?!?! Díses kræst!
En, sjálfsaginn, sem er eingöngu bundinn við skólann - ekkert annað, skipaði mér út í búð að kaupa mér Magic til þess að dagurinn færi nú ekki til ónýtis. Finnur fór nefnilega upp í sveit með stelpurnar svo ég hefði algjöran frið til að læra. Svo, út í búð fór ég og sýp núna á dýrindis Magic dollu. Sem er náttúrlega algjört svindl fyrir mig, ég má alls ekki drekka þennan óbjóð en oft var þörf en nú er nauðsyn! Ég lofa samt að drekka bara tvær dollur í dag og svo ekki meir!
Jæja, ég held að þetta sé farið að kikka inn... best að nota tækifærið og lesa um skólahald á Íslandi á 18. öld......... oj bara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2008 | 10:13
Laugardagur
Ég og dætur mínar erum bara heima að hafa það kósí. Þær sváfu nokkuð vel og lengi í morgun þannig að maður er bara nokkuð brattur. Er að gæla við þá hugmynd að skjótast í höfuðborgina og versla nokkrar flíkur á mig og eldri stúlkuna, hin er tiltölulega vel sett af fatnaði. Veit bara ekki hvort ég nenni, þetta er svo afskaplega kósí hjá okkur í rigningunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 22:52
Sko...
Ég fékk góða gesti í gær. Tvíburann minn og litla ungann hans. Ég og tvíburinn minn steiktum kleinur eins og vitleysingar í dag, knúsuðum börnin og höfðum það agalega gott bara. Við Finnur fórum svo í fótbolta á pallinum með stelpunum okkar seinnipartinn. Við fórum líka í rugby og við Arndís vorum ógeðslega góðar saman hehe
Í fyrramálið er ég að fara í smá aðgerð upp á spító, get ekki sagt að ég hlakki mikið til. Þarf að fasta frá miðnætti því það á eitthvað að krukka í magaopinu mínu... *hrollur*
Og þetta þarna stóra forvitnismál er ekki eins stórt og það virtist vera hehe... ég er bara kannski að fara að vinna á nýjum stað í haust. Það er ekki alveg komið á hreint ennþá en þegar það gerist þá mun ég góla hátt og duglega.
Sendið mér góðar hugsanir um tíuleytið í fyrramálið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 15:35
úje
Sé og hef heyrt að forvitnin sé að drepa ykkur! Ha ha ha - gott á ykkur!
Þið þöglu lesendur sem eruð að drepast úr forvitni, þið verðið að gefa ykkur fram til þess að ég segi frá þessu, því þetta er viðkvæmt málefni.......
p.s. djöfull er ég barnaleg hehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 16:08
Sjitturinn titturinn!
Vá. Ég veit ekki hvernig ég á að vera. Fékk símtal áðan sem gæti hugsanlega breytt næsta ári hjá mér töluvert... veit það betur eftir hádegi á morgun... vá. Ég veit ekki hvað snýr fram og hvað aftur núna. Þetta er jákvætt samt og nei, ég er ekki ólétt hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2008 | 18:09
Nú hef ég tilefni til að gleðjast!
Ég er nefnilega búin með öll verkefni annarinnar, nokkrum dögum á undan áætlun! Má maður þá ekki vera pínu glaður? Er líka búin að þræla sjálfri mér út síðustu daga. Ég ætlaði svoleiðis að þrífa svínastíuna heimili mitt þegar ég kom heim kl. 16 enda laus við skólann í smá stund. Nei, ég er gjörsamlega uppgefin á líkama og sál eftir þessa törn. Heilinn á mér er korteri of seinn að fatta og mig langar bara mest af öllu að fara að sofa.
En það sem það er ekki í boði þá píndi ég mig til þess að vaska upp og sjæna eldhúsið, pakka fótboltavestum í poka, setja í þvottavél, láta eldri prinsessuna læra heima og fara út með ruslið. Núna er bara eftir að elda hakk & spaghettí og svæfa börnin, þá get ég lagst upp í sófa og sofnað yfir Lost... það verður yndislegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2008 | 22:12
Dugnaður sko
Er búin að læra ógeðslega mikið í dag. Skila af mér verkefnum eins og ég hafi verið að dreifa pósti a la Sveppi. Enn eru þó tvö stór eftir sem þarf að skila á mánudag og miðvikudag, plús eitt sem ég á bara eftir að lesa yfir. Þannig að þetta er bara allt í góðu og ég kemst í skírn á sunnudaginn. Hann Svanur gamli ætlar að láta skíra litlu dúlluna sína, mjög spennandi En þessi blogg/pissupása er búin núna og ég þarf að p............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 18:49
Fimleikadrottning
Stóra prinsessan mín, Arndís María, var að taka þátt á sínu fyrsta fimleikamóti í dag. Stóð sig eins og hetja en hennar hópur var að sýna en að ári munu þær keppa í hópfimleikum. Ég tók smá video af snúllunni minni og ákvað að setja það hér inn, enda var ég að rifna úr monti og er enn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 18:07
Hvað á þetta að þýða?
Hvað er í gangi á Íslandi í dag? Grjótkast, piparsprey, eggjakast... erum við komin niður á þetta plan? Erum við virkilega svona illa haldin hérna á Íslandi að við þurfum að standa í svona vitleysu? Auðvitað væri ljúft ef bensínið kostaði 89,7 kr líterinn eins og fyrir 4 árum (minnir mig) og matarkarfan fyrir vikuna hjá 4 manna fjölskyldu kostaði 5-6 þús í stað 10-11 þús. Auðvitað væri líka gott fyrir atvinnubílstjóra ef þeirra mál (sem ég hef nú ekki gefið mér tíma í að kynna mér) væru skoðuð og leyst, en hey!?!? Hvað á þetta að þýða? Þetta er fulllangt gengið að mínu mati.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 22:06
Æði pæði
Ég átti æðislegt kvöld með eiginmanni mínum í gær. Við fengum okkur að borða, fórum í pool (ég vann - í alvöru) og svo skelltum við okkur í bíó. Ég verð að viðurkenna að ég fór með engar væntingar vott só ever, þar sem við skiptum um skoðun á mynd á leiðinni inn í bíóið. Við ákváðum að sjá myndina Forgetting Sarah Marshall og ég skal segja ykkur það, ég hef sjaldan eða aldrei hlegið jafn mikið og svakalega eins og yfir þessari mynd! Hún er algjör snilld frá upphafi til enda! Don't miss it!
Annars er ég búin að vera voða dugleg í dag. Kláraði eitt tímaverkefni, prentaði út fullt af drasli (nennti svo ekki að lesa það!), undirbjó mig fyrir starfsþróunarviðtal sem er á morgun, þvoði 5 þvottavélar, 2 uppþvottavélar (ég á litla sko), þreif, sópaði, flokkaði rusl og pappír og gekk frá leikföngum. Kannski ekkert merkilegt svosem en ég er virkilega ánægð með þetta, sérstaklega það sem ég prentaði út og nennti svo ekki að lesa. Dæmigert fyrir mig svona á síðustu metrunum hehe finna sér allt annað ómerkilegt að gera.
Eníhú... það er víst best að fara að ígrunda og ígrunda meira... vei!
ps. smá myndasjó... bara af því bara
Good times
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)