Facebook

Ég lét undan þrýstingi og skráði mig á Facebook. Prinsippið mitt um það að láta ekki undan og verða þræll þessa tilgangslausa tímaþjófs, fór til fjandans. Ég heyrði nefnilega í vinnunni að facebook væri enginn tímaþjófur, bara skemmtilegt. Svo eitt kvöldið þegar ég átti að sjálfsögðu að vera að lesa.... þá lét ég undan. Allt í einu á ég 60-70 vini sem skiptast á að knúsa mig, senda mér kossa, pota í mig, spjalla við mig og ég veit ekki hvað. Auðvitað er þetta tímaþjófur því ekki vill maður vera dónalegur og missa af knúsunum og öllu því.

Nú er því spurningin hvort ég haldi þetta allt saman út, að vera í 100% vinnu, 100% námi, 100% móðir, 100% eiginkona og 100% fésbókari? Rétt upp hend sem haldið að ég geti Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er núna með hægri hendina uppi, og þess vegna er ég búin að vera hálftíma að skrifa þessa færslu............................en sem sagt  ég held að þú getir þetta allt saman.

Gangi þér rosa vel í þessu öllu, þú ert sko ekkert smá dugleg

kv. Anna frænka

Anna frænka 21.9.2008 kl. 08:56

2 identicon

Auðvitað getur þú það kona. Er m.a.s. með báðar hendur á lofti og dóttirin sér um að pikka inn fyrir mig

Arngunnur 21.9.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Anna Sigga

 Ef e-r getur þetta, þá ert það þú! Áfram, Andiltsbók! Áfram Tinna! Svo er þetta einungis eins mikil tímaþjófur og þú leyfir því að vera :)

Speki...umm humm það er einmitt minn tebolli.... EKKI!

Anna Sigga, 21.9.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband