Það má vara sig...

...á ýmsu. Það má með sanni segja að dagurinn í dag sé ekki minn besti dagur í fráhaldi. Fékk mér morgunverð sem ég vissi fyrirfram að ég myndi eiga erfitt með að klára... en hann er svoooo góður að ég bara varð Blush Svo grillaði ég mjög svo fína nautasteik í hádegismatinn, nema hvað að ég er svo kvefuð og lyktarskynið ekki upp á sitt besta. Bragðskynið, sem er alveg í lagi, áttaði sig á því að ekki var steikin upp á sitt besta Sick þannig að það var ekkert annað en að svissa um prótein. Spurning hvað gerist í kvöld en þá er planið að gúffa í sig harðfisk og íslenskt smjör + eftirrétt úr uppskrift Hönnu frænku. Það getur varla klikkað 7-9-13 Joyful

Þakklæti

Ég er þakklát fyrir að vera í fráhaldi í dag. Ég nýt þess að dunda mér í eldhúsinu mínu við það að útbúa dásamlegan mat handa sjálfri mér. Hef sennilega eytt meiri tíma í eldhúsinu mínu undanfarna 2 mánuði heldur en öll 5 árin þar á undan. Án gríns. Það var alveg ógurlega handy að elda ekki, heldur bara úða í sig skyndibitarusli og sælgæti. Mjög tímasparandi. Eða þannig. Ég finn að ég hef mikinn metnað fyrir því að maturinn minn sé góður, fallega fram borinn og hráefnið sé top notch :) enda á það náttúrlega að vera þannig. Og svo ég kvóti nú í einn góðan: "Ééééégggh fffíííííla þþþþettttahh..."


Welcome back

Þessa gömlu góðu dagbók ætla ég að nota til þess að kortleggja mitt nýja líf. Þegar þetta er skrifað hef ég verið í fráhaldi frá kolvetnum í 59 daga. Mögnuð kvikindi þessi kolvetni. Líf mitt hefur tekið algjörum stakkaskiptum frá því það snerist nánast eingöngu um kolvetni og dagarnir fóru í það að græja næsta skammt og helst stóran. Eða reyndar ekkert helst stóran - hann varð að vera stór. Það var eins og þokunni létti þegar mestu eituráhrifin og fráhvarfið var búið. Allt í einu var ég á lífi aftur. Ég áttaði mig á því að lífið snerist ekki um mat og það snerist heldur ekki um að ég væri að borða hann.


Dusti dust dust

Já sæll... rykið hérna!

Gott að gleyma bara blogginu sínu í ár og meira en það! Hahaha :)


Vetrarfrí

Ohh þetta starf er svo skemmtilegt! Vissuði að það er VETRARFRÍ í vinnunni minni? Ójú það er vetrarfrí í dag og á mánudaginn. Reyndar fæ ég ekkert frí á mánudaginn því þá byrjar staðlota II í skólanum :/ Skóli smóli... hann hefur fengið að sitja ærlega á hakanum í haust, verð að spýta duglega í lófana ætli ég að ná að lesa allt fyrir prófin.

Ég er búin að finna mér frábært hobbý sem fjölskyldan mín elskar. Nefnilega að baka. Bökunargenin í mér vöknuðu í haust þegar ég tók að mér heimilisfræðikennslu í 2. bekk. Nú baka ég ca. 2 í viku. Ég baka til að gleyma... gleyma lærdómnum hehe Wink Í dag bakaði ég gómsæta og djúsí pizzusnúða og svo muffins með dökku og hvítu súkkulaði... dætur mínar voru frekar ánægðar með þennan kaffitíma Grin

Jæja, best að halda áfram í fríi.... LoL


Kreppukvikindið

Ég ætla ekki að tapa mér yfir þessari kreppu. Þegar maður er ekki með marga milljarða undir í þessu þjóðarþroti þá er maður bara djollí - ikke? Ég var reyndar alveg að tapa mér í byrjun síðustu viku því ég ætlaði svo aldeilis að bjarga sparifénu okkar úr sjóðnum sem það er geymt í, en lok lok og læs, ekki hægt að taka það út. Á morgun á það að vera hægt en það mun víst ekki gerast það sem það er að öllum líkindum horfið... já svekkjandi en enginn heimsendir. Maður verður bara að bíða þetta óveður af sér og horfa björtum augum á lífið, ekkert annað í boði.


Ég er kennari inn við beinið

Ég er alltaf komast að því betur og betur að ég er komin á rétta hillu í lífinu. Ég hlakka þvílíkt til að mæta í vinnuna á morgnana og er alveg í vandræðum með mig á kvöldin þegar ég á að vera að læra, því þá fæ ég svo hrikalega mikið af hugmyndum fyrir kennsluna. Ég er svo að fíla þetta.


Úhh ég hlakka svo tiiiil!

Já hvort sem þið trúið því eða ekki, þá er ég farin að hlakka til desember mánaðar. Það sem veldur mér svona mikilli tilhlökkun er sú staðreynd að ég verð búin í prófum í síðasta lagi 13. des, 13. DES! Hvursu mikil snilld er það? Svo fer ég í jólafrí frá vinnunni þann 19. des! Dejligt svo ekki sé meira sagt. Þetta þýðir að það eru u.þ.b. 2 1/2 mánuður í jólafríið frá skólanum, það gera ca. 11 vikur - iss það er ekki neitt! Ef þetta peppar mann ekki upp í lærdómnum þá er maður algjör Trölli.


Facebook

Ég lét undan þrýstingi og skráði mig á Facebook. Prinsippið mitt um það að láta ekki undan og verða þræll þessa tilgangslausa tímaþjófs, fór til fjandans. Ég heyrði nefnilega í vinnunni að facebook væri enginn tímaþjófur, bara skemmtilegt. Svo eitt kvöldið þegar ég átti að sjálfsögðu að vera að lesa.... þá lét ég undan. Allt í einu á ég 60-70 vini sem skiptast á að knúsa mig, senda mér kossa, pota í mig, spjalla við mig og ég veit ekki hvað. Auðvitað er þetta tímaþjófur því ekki vill maður vera dónalegur og missa af knúsunum og öllu því.

Nú er því spurningin hvort ég haldi þetta allt saman út, að vera í 100% vinnu, 100% námi, 100% móðir, 100% eiginkona og 100% fésbókari? Rétt upp hend sem haldið að ég geti Wink


Sniglamamma

Nú á ég gæludýr. Heila fjóra snigla. Ég er búin að eiga þá í 10 daga. Þarf að eiga þá í 11 daga í viðbót. Þeir eru nýfluttir í nýja íbúð hjá mér og um leið og það gerðist þá ákváðu þeir að fjölga sniglakyninu. Á morgun kemur í ljós hvað ég á mörg gæludýr. Ég átti fyrst 5 snigla en einn dó og ég held að einn af hinum hafi étið hann því hann stækkaði svo óeðlilega mikið einn daginn hehe LoL Þetta er miklu skemmtilegra heldur en ég átti von á. Dætur mínar eru að fíla þetta Grin

Takk fyrir að lesa þetta sniglablogg - þetta er að sjálfsögðu verkefni í skólanum Cool


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband